Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 07:45

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur hefur leik í dag á Vacon Open í Finnlandi

Sexfaldur Íslandsmeistari í högglleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag  í Vacon Open mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, en Birgir Leifur hlaut boð um þátttöku.

Mótið fer fram í Kytäjä Golf, Hyvinkää í Finnlandi og stendur dagana 14.-17. ágúst 2014.

Kytäjä golfvöllurinn í Finnlandi er annálaður fyrir að vera frekar erfiður, jafnvel bestu kylfingum.

Þórður Rafn Gissurarson, GR,  var á biðlista í mótið en ljóst er nú að hann er ekki meðal þátttakenda.

Til þess að fylgjast með Birgi Leif í Finnlandi  SMELLIÐ HÉR: