Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 12:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir á 70 á 3. hring – Er T-14 – Stórglæsilegur!!!

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG tekur þátt í D+D REAL Czech Challenge og komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær.

Í dag átti Birgir Leifur frábæran 3. hring upp á 2 undir pari, 70 högg.

Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 7 undir pari, 209 höggum (69 70 70).

Efstur í mótinu eins og stendur er Minkyu Kim, frá S-Kóreu en hann er á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 66 69).

Spilað er í Golf & Spa Kunětická hora, í Dříteč, Tékklandi.

Til þess að sjá stöðuna á D+D mótinu SMELLIÐ HÉR: