Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel úr leik

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, kepptii á Turkish Airlines Challenge mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann lék samtals á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (75 71) og bætti sig um 4 högg frá deginum áður.

Axel náði ekki niðurskurði, sem miðaður var við samtals 4 undir pari, eða betra.

Efstur fyrir lokahringinn er danski kylfingurinn Joachim Hansen á samtals 12 undir pari.

Sjá má stöðuna á Turkish Airlines Challenge með því að SMELLA HÉR: