Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á 75 e. 1. dag D+D REAL Czech Challenge

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili hóf í dag keppni á D+D REAL Czech Challenge, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Axel lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-121 eftir 1. dag.

Á hring sínum í dag fékk Axel 2 fugla, 3 skolla og einn slæman skramba.

Efstur eftir 1. dag eru Englendingurinn Nathan Kimsey og Frakkinn Thomas Linard, báðir á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á D+D SMELLIÐ HÉR: