Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 09:00

Áskorendamót Íslandsbanka (3): Heiðar Snær sigraði í höggleikshlutanum í hnokkaflokki

Laugardaginn 16. júlí s.l. fór fram 3. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka á Gufudalsvelli í Hveragerði.

Í ár, 2016, er nýbreyttni að boðið er upp á höggleiks- og punktakeppnishluta bæði í hnátu og hnokkaflokki, þ.e. barna 12 ára og yngri.

Í höggleikshluta 3. móts Áskorendamótaraðarinnar, barna 12 ára og yngri ,tóku þátt 12 hnokkar og 3 hnátur.

Í höggleikshluta hnokkaflokks varð sigurvegari Heiðar Snær Bjarnason, Golfklúbbi Selfoss, en hann lék Gufudalsvöll á samtals 29 yfir pari, 173 höggum (83 90). Glæsilegt hjá Heiðari Snæ!!!

Í 2. sæti varð Arnar Logi Andrason, úr Golfklúbbnum Keili á 35 yfir pari, 179 höggum (90 89) og í 3. sæti Kristian Óskar Sveinbjörnsson, GKG á samtals 38 yfir pari, 182 höggum (92 90).

Úrslit í höggleikshluta hnokkaflokks 3. móts Áskorendamótaraðarinnar er eftirfarandi:

1 Heiðar Snær Bjarnason GOS 15 F 50 40 90 18 83 90 173 29
2 Arnar Logi Andrason GK 12 F 50 39 89 17 90 89 179 35
3 Kristian Óskar Sveinbjörnsson GKG 14 F 45 45 90 18 92 90 182 38
4 Óliver Elís Hlynsson GKB 16 F 43 44 87 15 96 87 183 39
5 Sverrir Óli Bergsson GOS 15 F 45 44 89 17 96 89 185 41
6 Ísleifur Arnórsson GR 14 F 48 45 93 21 94 93 187 43
7 Tómas Hugi Ásgeirsson GK 13 F 46 44 90 18 101 90 191 47
8 Fannar Grétarsson GR 20 F 48 47 95 23 99 95 194 50
9 Karl Jóhann Örlygsson GV 24 F 41 56 97 25 97 97 194 50
10 Logi Traustason GR 19 F 50 47 97 25 113 97 210 66
11 Þórir Sigurður Friðleifsson GK 24 F 53 47 100 28 122 100 222 78
12 Oddgeir Jóhannsson GK 24 F 54 61 115 43 120 115 235 91