Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2015 | 12:00

Áskorendamót Íslandsbanka 2015 (4): Páll Birkir sigraði í drengja og Yngvi Marinó í piltaflokki

Aðeins 1 þátttakandi var í bæði drengja- og piltaflokki á 4. móti Áskorendamótaraðarinnar 18. og 19. júlí 2015 og tóku þeir því gullið.

Í drengjaflokki varð því Páll Birkir Reynisson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í 1. sæti.

Páll Birkir spilaði á 189 höggum (97 92)

Og í piltaflokki sigraði Yngvi Marínó Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss.

Sigurskor Yngva Marínó var 193 högg (101 92).