Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 09:00

Asíutúrinn: Thaíland Open aftur á dagskrá e. 8 ára fjarveru

Thailand Open er nú að nýju mót á Asíutúrnum og mun fara fram dagana 18.-21. maí 2017, eftir að hafa legið niðri í 8 ár.

Mótið mun fara fram í Thai Country Club in Bangkok og verðlaunaféð er um $ 300.000,-

Sá sem er efstur á stigalista Asíutúrsins, Ástralinn Scott Hend og heimamennirnir Thongchai Jaidee og Kiradech Aphibarnrat hafa þegar tilkynnt þátttöku sína í Thaíland Open.

Forseti thaílenska golfsambandsins (TGA), Rungsrid Luxsitanonda, sagði við þetta tilefni: „Sem aðstandendur Thaíland Open þá erum við ánægð að tilkynna að mótið verður hluti Asíutúrsins í þessum mánuði.“

Þar sem efsti maður á peningalista Asíutúrsins, Scott Hend, og hetjur okkar Kiradech Aphibarnrat og Thongchai Jaidee hafa þegar staðfest þátttöku sína, þá mun nærvera þeirra og þátttaka tryggja eftirminnilega viku fyrir golfáhangendur í  Thai Country Club.“