Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 09:00

Asíutúrinn: Spieth lauk leik í 2. sæti á eftir Song í Singapúr!

Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth varð í 2. sæti á SMBC Singapore Open á eftir Song Young-han, frá Kóreu sem sigraði í mótinu.

Song lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (70 63 69 70) og það var einkum glæsi- 2. hringur Song upp á 63 högg sem réði baggamuninum.

Spieth lék mun jafnara golf og var með engar flugeldasýningar; var á samtals 11 undir pari 271 höggi (67 70 70 66), og munaði því aðeins 1 höggi á honum og Song.

Í 3. sæti varð kínverski kylfingurinn kunni Liang Wen-chong enn öðru höggi á eftir á samtals 10 undir pari.

En þó 2. sætið hafi eflaust verið vonbrigði fyrir Spieth fer hann ekki frá Singapore ólaunaður en áætlað er að hann hafi hlotið  $ 1.2 milljónir bara fyrir það að mæta í mótið (ens. appearance fee), sem nr.1 heimslistans) – sjá m.a. með því að

SMELLA HÉR: .

Vafalaust er þó að Spieth hefði kosið sigur umfram peninga, s.s. allir sannir kylfingar, en hann er að keppast við að slá eitt metið enn; flesta sigra fyrir 23 ára aldurinn og hér rann honum kjörið tækifæri á sigri úr greipum.

Til þess að sjá lokastöðuna á SMBC Singapore Open SMELLIÐ HÉR: