Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 10:00

Asíutúrinn: Sordet efstur – Donaldson í 2. sæti e. 3. dag Thai Golf Championship

Sordet?

Það nafn hringir væntanlega engum bjöllum eða er bara fjarlægur bjölluómur í hugum flestra golfaðdáenda.

En það er franski kylfingurinn Clement Sordet sem er að lifa æskudraum sinn um að landa efsta sætinu í stóru golfmóti.

Sordet er nú efstur í Thai Golf Championship, móti vikunnar á Asíumótaröðinni framar þekktari köppum á borð við Jamie Donaldson frá Wales, sem er í 2. sæti; Lee Westwood, sem er í 3. sæti; An frá Kóreu sem er í 4. sæti og Kaymer og Sergio Garcia sem deila 5. sætinu.

Sordet er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (71 66 63) og á 2 högg á næsta mann þ.e. Donaldsson, sem spilað hefir á samtals 14 undir pari.

Svo er spurning hvort Sordet takist að halda haus með alla þessa heimsþekktu kylfinga á hælunum á sér og sigra í mótinu á morgun???

Til þess að sjá stöðuna á Thai Golf Championship fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Thai Golf Championship SMELLIÐ HÉR: