Asíutúrinn: Rose sigraði á Indonesian Masters
Justin Rose er búinn að vera í banastuði í ár og nú í morgun sigraði hann á Indonesian Masters presented by Bank Negara Indonesia (BNI), Bank Mandiri, Bank Rakyat Indonesia (BRI), Bank Tabungan Negara (BTN) and Telkom Indonesia.
Sigurskor hans voru glæsileg 29 undir pari, 259 högg (62 69 66 62).
Rose átti 8 högg á næsta keppanda, sem var Phachara Khongwatmai, frá Thaílandi, en hann lék á 21 undir pari, 267 höggum (65 69 68 65).
Þessi 8 högg eru mesti munur sem Rose hefir átt á næsta keppanda á ferlinum og sá mesti á Asíutúrnum.
Í 3. sæti varð síðan Scott Vincent frá Zimbabwe á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 65 68 69).
Rose er 5. kylfingurinn á Asíutúrnum í ár sem tekst að sigra tvívegis á mótaröðinni í ár. Rose er jafnframt 2. Englendingurinn sem nær sigri á Indonesian Masters, en fyrsti Englendingurinn sem sigraði í mótinu var Lee Westwood.
Til þess að sjá lokastöðuna á Indonesian Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
