Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 07:00

Asíutúrinn: Lee Westwood sigraði í Thaílandi

Það var Lee Westwood sem stóð uppi s.l. helgi sem sigurvegari í Thaíland Golf Championship á Asíutúrnum.

Hann lék hringina 4 á 8 undir pari, 280 höggum (70 71 72 67) og á sigurinn að þakka frábærum lokahring upp á 5 undir pari.

Aðeins 1 höggi munaði á Westwood og þeim sem varð í 2. sæti þ.e. Marcus Fraser frá Ástralíu og Martin Kaymer frá Þýskalandi.

Fraser og Kaymer léku á samtals 7 undir pari, 281 höggi; Fraser (69 72 70 70) og Kaymer (71 72 70 68).

Tommy Fleetwood frá Englandi varð í 4. sæti og Scott Hend frá Ástralíu í 5. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Thaíland Golf Championship SMELLIÐ HÉR: