Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 16:30

Asíutúrinn: Langt fuglapútt Westy á 4. hring Indonesian Masters sem hann sigraði á – Myndskeið

Hinn 42 ára Lee Westwood (Westy) tók þátt og sigraði nú í dag á CIMB Niaga Indonesian Masters á Royal Jakarta golfklúbbnum og er þetta í 3. skiptið sem honum tekst að sigra í mótinu.

Westwood lék á samtals 7 undir pari (69 74 65 73) og var jafn Thaílendingnum Nirat Chapchai eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra sem Westy sigraði í.

Daninn Thomas Björn varð í 4. sæti á samtals 5 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Indonesian Masters með því að SMELLA HÉR: 

Eitt af því flottara hjá Westwood var að honum tókst að sökkva fuglapútti á 11. braut Royal Jakarta golfklúbbsins.

Sjá má myndskeið af því fuglapútti Westy með því að SMELLA HÉR: