Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2011 | 18:45

Asíutúrinn: KJ Choi vann á eiginn móti

KJ Choi var gestgjafi á CJ Invitational og sigraði í dag á samtals -17 undir pari, 271 höggi (67 70 67 67) á eiginn móti. Mótið var haldið í Haesley Nine Bridges Golf Club, í Suður-Kóreu.

„Það var svo mikið um að vera að ég hugsaði hreinlega ekki um sigurinn. Ég var upptekinn af því að sjá um keppendur og styrktaraðila,” sagði Choi. „Kannski að sú staðreynd að ég hugsaði ekki um mótið hafi hjálpað mér að slaka á. Ég er ánægður með að vera sigurvegari á þessu fyrsta móti þó ég sé gestgjafinn, það gaf þessu sérstaka merkingu.”

Landi KJ, Noh Seung-yul varð í 2. sæti á samtals -15 undir pari, samtals 273 höggum  (73 68 66 66).

Bandaríkjamaðurinn Anthony Kim og Le Ki-sang deildu 3. sætinu á -13 undir pari hvor.

„Þetta var erfiður dagur,” sagði Kim. „Ég reyndi allt sem ég gat. Boltinn bara vildi ekki í holuna. En KJ spilaði æðislega. Hann setti niður púttin eftir þörfum.”

Til þess að sjá úrslit á CJ Invitational smellið HÉR: