Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 11:45

Asíutúrinn: Garcia sigraði á Ho Tram mótinu

Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á Ho Tram mótinu sem var mót vikunnar á Asíutúrnum.

Þetta er 23. sigur á ferli Garcia og sá fyrsti síðan í janúar 2014.

Eins vann hann sér inn tékka upp á US$270,000. (eða litlar 30 milljónir íslenskra króna).

Þetta var undarlegur dagur. Mér fannst ég hafa svo mikla stjórn á fyrri 9. En síðan átti ég slæmt teighögg á 10. en mér tókst samt að ná leik mínum saman aftur og átti nokkur færi sem ég nýtti ekki. Ég átti afleitt högg á 17. t.a.m.“ sagði Garcia m.a. kampakátur eftir sigurinn.

Frábær dagur hjá honum.

Sjá má lokastöðuna á Ho Tram með því að SMELLA HÉR: