
Asíska mótaröðin: Rickie Fowler sigraði í Kóreu
Rickie Fowler náði fyrsta sigri sínum á atvinnumannsferlinum eftir sigur á Korea Open í dag, (sunnudaginn, 9. október 2011.)
Bandaríkjamaðurinn, 22 ára, (Rickie) sem leiddi með 4 höggum fyrir lokahringinn, lauk keppni með -3 undir pari, þ.e. á 68 höggum og sigraði US Open risamótssigurvegarann Rory McIlroy með 6 höggum.
Norður-Írinn (Rory) lauk keppni með hring upp á 64 högg og nældi sér í 2. sætið á -13 undir pari og Kim Meen-whee frá Suður-Kóreu varð í 3. sæti á -10 undir pari.
Eftir sigurinn á Woo Jeong Hills sagði Rickie Fowler, sem spilaði fyrri hringina á 67 70 63: „Þetta var mjög skemmtilegt. Ég spilaði snemma vel á lokahringnum og var í þægilegri stöðu á síðustu holunum. Allt í allt skemmti ég mér alla vikuna.“
„Það er frábær tilfinning að hafa landað fyrsta sigrinum. Ég spilaði vel alla vikuna, jafnvel þó ég yrði að hanga inni á föstudag og skila góðu skori. En fimmtudag, laugardag og sunnudag hafði ég góða stjórn á boltanum, var að dræva vel og setti niður nokkur pútt.“
Heimild: Sky Sports
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023