
Asíska mótaröðin: Rickie Fowler sigraði í Kóreu
Rickie Fowler náði fyrsta sigri sínum á atvinnumannsferlinum eftir sigur á Korea Open í dag, (sunnudaginn, 9. október 2011.)
Bandaríkjamaðurinn, 22 ára, (Rickie) sem leiddi með 4 höggum fyrir lokahringinn, lauk keppni með -3 undir pari, þ.e. á 68 höggum og sigraði US Open risamótssigurvegarann Rory McIlroy með 6 höggum.
Norður-Írinn (Rory) lauk keppni með hring upp á 64 högg og nældi sér í 2. sætið á -13 undir pari og Kim Meen-whee frá Suður-Kóreu varð í 3. sæti á -10 undir pari.
Eftir sigurinn á Woo Jeong Hills sagði Rickie Fowler, sem spilaði fyrri hringina á 67 70 63: „Þetta var mjög skemmtilegt. Ég spilaði snemma vel á lokahringnum og var í þægilegri stöðu á síðustu holunum. Allt í allt skemmti ég mér alla vikuna.“
„Það er frábær tilfinning að hafa landað fyrsta sigrinum. Ég spilaði vel alla vikuna, jafnvel þó ég yrði að hanga inni á föstudag og skila góðu skori. En fimmtudag, laugardag og sunnudag hafði ég góða stjórn á boltanum, var að dræva vel og setti niður nokkur pútt.“
Heimild: Sky Sports
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open