Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 11:00

Ás Shane Lowry – Myndskeið

Eftir 1. dag DP World Tour Championship í Dubai voru Írarnir Rory McIlroy og Shane Lowry efstir og jafnir.

Á 2. degi þ.e. í gær, föstudeginum, náði Henrik Stenson hins vegar 2 högga forystu og McIlroy og Lowry runnu aðeins neðar á skortöfluna.

Shane Lowry átti hins vegar högg sem fékk hann til að gleyma öllu um stund; en það var glæsiás.

Ásinn kom á par-3 13. holu Earth golfvallarins á Jumeirah golfstaðnum í Dubaí.

Til þess að sjá myndskeið af ási Lowry SMELLIÐ HÉR: