Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2017 | 20:00

Arnór Snær úr leik á Opna breska U-18

Arnór Snær Guðmundsson, GHD, er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu U-18.

Mótið, sem nefnist á ensku The Boys Amateur Championship hófst í gær, 15. ágúst 2017 og stendur til 20. ágúst og fer fram á Nairn og Nairn Dunbar völlunum í Skotlandi.

Nairn vellirnir eru þekktir links-vellir; að hönnun þeirra komu m.a.  Archie Simpson, Old Tom Morris og James Braid.  Einnig er bærinn Nairn þekktur gamall skoskur fiski- og markaðsbær m.a. kunnur vegna þess að leikarinn Charlie Chaplin varði hluta af sumarfríi sínu ár hvert þar og bjó þá alltaf á Newton hótelinu.

Þetta er í 91. skipti sem Opna breska áhugamannamótið U-18 fer fram.

Arnór Snær lék á samtals 167 höggum (77 90) og hafnaði í 249. sæti, en þátttakendur voru 250.  Hann fær því ekki að spila í holukeppnishluta mótsins nú um helgina og er úr leik.

Sjá má stöðuna í Opna breska áhugamannamótinu U-18 með því að SMELLA HÉR: