Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 19:00

Arnór Snær og Ólöf María komust bæði í gegnum niðurskurð!

Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir Golfklúbbnum Hamri Dalvík taka nú þátt í Junior Open á West Lancashire golfvellinum, en mótið er haldið á vegum R&A í sömu viku og The Open.

West Lancashire er rétt norðan við Royal Liverpool eða Hoylake eins og völlurinn er oftast nefndur. West Lancashire er ekki ósvipaður Hoylake og hefur völlurinn oft verið vettvangur úrtökumóta fyrir The Open og eins hefur Amateur Championship verið haldið á vellinum, en Matteo Mannasero vann einmitt Amateur Championship 2009 og á vallarmetið á vellinum, 65 högg.

Í dag var skorið niður.  Upphaflega hófu 122 leik og nú var skorið niður um 1/3 en aðeins 80 efstu komust áfram eftir daginn í dag.

Arnór Snær og Ólöf María komust bæði áfram.

Arnór Snær er búinn að leika á 18 yfir pari , 162 höggum (81 81) og er í 49. sæti eftir 2. mótsdag.

Ólöf María lék á samtals 25 yfir pari, 168 höggum (81 87) og náði 71. sætinu, og rétt slapp gegnum niðurskurðinn.

Til þess að sjá stöðuna á The Junior Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: