Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 12:00

Arnór Snær í 5. sæti í Portúgal – Tumi í 23. sæti!

Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík endaði í fimmta sæti á sterku áhugamannamóti unglinga, sem fram fór í Portúgal.

Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrar tók einnig þátt en hann endaði í 33. sæti.

Lokastaðan:

Arnór lék hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals (76-69-72). Tumi lék á +11 samtals (75-80-72).

Mótið, sem ber nafnið Portuguese Intercollegiate Open, fór fram á Christie O’Connor vellinum við Algarve í Portúgal.

Englendingurinn Harry Konig stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en hann lék á sex höggum undir pari vallar samtals, (74-64-72).