Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl. Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir mars 2018
Dagana 1.-3. mars 2018 léku 4 íslenskir kylfingar Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson á Hills Open mótinu, en það er hluti SGT Winter Series, en mótið fór fram á Lumine golfvellinum á Spáni. Axel var sá eini sem komst í gegnum niðurskurð og endaði í 14. sæti.
Þann 4.-6. mars 2018 tóku Stefán Þór Bogason, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech þátt í Panther Invitational mótinu. Mótið fór fram í Duran Golf Club, í Melbourne, Flórída Þátttakendur voru 68 frá 11 háskólum. Stefán Þór lauk keppni T-23 á samtals11 yfir pari.
Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota tóku þátt í Tiger Invitational mótinu, dagana 4.-6. mars 2018. Rúnar varð T-38 á samtals 5 yfir pari.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í UNF Collegiate háskóla-mótinu. Mótið fór fram dagana 5.-6. mars 2018 í Jacksonville Golf and Country Club í Flórída. Þátttakendur voru 93 frá 17 háskólum. Ragnhildur varð T-35, þ.e. deildi 35. sætinu með 2 öðrum kylfingum – en hún lék á 11 yfir pari, 227 höggum (78 74 75).
Dagur Ebenezerson og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Catawba Indians tóku þátt í Richard Rendleman Invitational. Mótið fór fram dagana 5.-6. mars 2018 á 6,690-yarda, par-71 velli Country Club of Salisbury. Þátttakendur voru 88 frá 11 háskólum. Gestgjafar mótsins voru háskóli Dags, Catawba ásamt Lenoir Rhyne. Dagur varð T-24, lék á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (81-72) – en 72 í dag er einstaklega glæsilegt skor og það besta hjá Degi á ferli hans í bandaríska háskólagolfinu.
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon, tóku þátt í River Landing Classic mótinu sem fór fram 5.-6. mars. Mótið fór fram í Wallace, Norður-Karólínu. Gunnhildur lék á samtals 227 höggum (78 72 77) og varð T-45 af 83 þátttakendum. Lið Elon varð í 9. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku.
Birgir Björn Magnússon, GK og Stefán Sigmundsson, GA og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Bethany Swedes voru gestgjafar í móti sem bar heitið Bethany College Spring Classic og urðu í 1. sæti í mótinu!!! Þátttakendur voru 75 frá 9 háskólum. Mótið átti að fara fram dagana 5.-6. mars en var stytt í 1 dags mót vegna veðurs. Það var haldið í Turkey Creek GC, í McPherson, Kansas. Birgir Björn lék á 8 yfir pari 78 höggum og hafnaði í 7. sæti. Stefán varð T-27 á 16 yfir pari, 86 höggum.

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tók þátt í Investec SA Women´s Open dagana 8.-10. mars 2018. Mótið fór fram í Westlake golfklúbbnum í S-Afríku. Valdís Þóra varð T-21 á 3 yfir pari, 219 höggum (74 69 76). Flott!!!
Þann 8.-10. mars 2018 tók Guðrún Brá Björgvinsdóttir þátt í Patsy Hankins bikarnum í Qatar. Mótið er liðakeppni milli Evrópu og Asíu/Kyrrahafslandanna og sigraði lið Asíu/Pacific 23 1/2 – 8 1/2.
Arnar Geir Hjartarsson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley tóku þátt í Spring Break Invitational, sem fram fór dagana 8.-9. mars 2018 á Grand National golfvellinum í Opelika, Alabama. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum. Arnar Geir varð T-50 í einstaklingskeppninni – lék á samtals 20 yfir pari, 164 höggum (81 83).
Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette háskólanum, tóku þátt í Border Olympics mótinu í Laredo, Texas, en mótið fór fram dagana 9.-10. mars 2018 og keppendur í mótinu voru 97 frá 17 háskólum.Björn Óskar lék á samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (78 78 72) og lauk keppni í 84. sæti Lið Louisiana Lafayette varð í 13. sæti í liðakeppninni.
Í byrjun mars voru fréttir af því að Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefði spilað 9 holur með einu mesta kyntákni LPGA mótaraðarinnar Natalie Gulbis.
Birgir Björn Magnússon, GK keppti á Pinecrest Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 12.-13. mars 2018. Þátttakendur voru 60 frá 11 háskólum. Lið Birgis, Bethany, hafnaði í 1. sæti, en Birgir Björn keppti ekki í liði Bethany að þessu sinni heldur sem einstaklingur. Samtals lék Birgir Björn á 159 höggum (81 78) og varð í 43. sæti.

3 íslenskir kvenkylfingar kepptu á sama háskólamótinu í Bandaríkjunum, dagana 14.-16. mars 2018 og sigraði ein þeirra, Ragnhildur Kristinsdóttir í mótinu!!! Stórglæsilegt hjá Röggu!!! Mótið nefndist Pinehurst Intercollegiate og var keppt á Pinehurst nr. 8 vellinum í N-Karólínu. Eva Karen Björnsdóttir úr GR keppti einnig í mótinu ásamt liði sínu ULM og varð Eva Karen T-19 í einstaklingskeppninni. Þriðji íslenski keppandinn, Særós Eva Óskarsdóttir tók þátt með liði sínu Boston University og varð í 38. sæti í einstaklingskeppninni.

Afrekskylfingurinn Hilmar Snær Örvarsson keppti f. Íslands hönd á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í PyeongChang í Suður-Kóreu.Hilmar Snær var eini keppandinn frá Íslandi og var því fánaberi á opnunarhátíðinni. Hann var 4. Íslendingurinn til að keppa á Vetrar-Paralympics og líka sá yngsti. Hann keppti í svigi 14. mars og stórsvigi 17. mars 2018. Hilmar Snær hefur keppt á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri en hann er með um 5 í forgjöf.
Í mars 2018 var um 127 milljónum kr. úthlutað úr Ferðasjóði íþróttafélaga.
Þann 15.-18. mars 2018 spilaði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Bank of Hope LPGA mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð.
Rúnar Arnórsson, GK og lið hans i bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Schenkel Invitational mótinu, sem fram fór dagana 16.-18. mars 2018 í Forest Heights CC í Statesboro í Georgíu. Rúnar lék samtals á 3 yfir pari, 219 höggum (75 69 75) og lauk keppni T-48.
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany tóku þátt í Wofford Low Country Intercollegiate Golf Championship í Moss Creek golfklúbbnum, á Hilton Head Island, í Suður-Karólínu, dagana 17.-18. mars 2018. Þátttakendur voru 76 í 14 háskólaliðum. Helga Kristín lauk keppni T-16 í einstaklingskeppninni, lék samtals á 11 yfir pari, 155 höggum (78 77).

Kylfingarnir 8 sem fengu styrk úr Forskot
Í mars 2018 var úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, en alls átta atvinnukylfingar hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni.
Kylfingarnir eru:
Andri Þór Björnsson (GR)
Axel Bóasson (GK)
Birgir Leifur Hafþórsson (GKG)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK).
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR)
Haraldur Franklín Magnús (GR)
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR)
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL)
Birgir Björn Magnússon, GK og lið hans Bethany Swedes í Kansas lönduðu 1. sætinu í fyrra móti KCAC, sem fram fór 19.-20. mars sl. í Crestview CC í Wichita, Kansas. Þátttakendur voru 50 frá 8 háskólum. Birgir Björn varð T-9 í einstaklingskeppninni en hann lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (84 73). Lið Birgis í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes, lönduðu 1. sætinu í mótinu!!!
Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, og Axel Bóasson úr GK, tóku þátt í Barclays mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu og fór fram í Kenía í Afríku, á Muthaiga vellinum dagana 22. – 25. mars. Hvorugur komst í gegnum niðurskurð.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í Kia Classic mótinu sem fram fór í Carlsbad í Kaliforníu, dagana 22.-25. mars 2018 og lauk keppni T-76.

Eva Karen Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Louisiana at Monroe (ULM) tóku þátt í LSU Tiger Golf Classic mótinu. Mótið fór fram í Baton Rouge, Louisiana, dagana 23.-25. mars. Eva Karen varð T-67 í einstaklingskeppninni.
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tóku þátt í Stetson Babs Steffens Hatter Collegiate Tounament, sem fram fór 24.-26. mars s.l. á DeBary Golf and Country Club í Deland í Flórída. Þátttakendur voru 70 frá 12 háskólum. Helga Kristín varð T-53 með skor upp á samtals 255 högg (88 88 79) og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Særós Eva varð í 68. sæti með skor upp á samtals 289 högg (99 95 95) og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University varð í 7. sæti í liðakeppninni.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu kepptu á Red Rocks Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 25.-26. mars sl. í Oak Creek Country Club, í Sedona, Arizona. Þátttakendur voru 96 frá 16 háskólum. Sigurlaug Rún varð T-78 í einstaklingskeppninni á heildarskori upp á 254 högg (86 84 84). Drake varð í 12. sæti í liðakeppninni.
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon tóku þátt í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 25.-27. mars. Mótsstaður var Eagle’s Landing Country Club, í Stockbridge, Georgía, en völlurinn þar er par-72 og 6043 yarda (5525.7 metra). Þátttakendur voru 89 frá 17 háskólum. Gunnhildur lauk keppni T-46, þ.e. jöfn 2 öðrum keppendum í 46. sæti

Bjarki Pétursson, GB. Mynd: Golf 1
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson tóku þátt í mótinu Hootie at Bulls Bay líka nefnt Hootie Intercollegiate. Mótið fór fram í Charleston, S-Karólínu, dagana 25.-27. mars 2018. Bjarki náði þein glæsilega árangri að landa 5. sætinu en heildarskor hans var 7 undir pari, 209 högg (70 70 69)!!!! Frábært hjá Bjarka!!! Gísli lauk keppni T-29. Heildarskor hans var 2 yfir pari, 218 högg (73 75 70).

Björn Óskar Guðjónsson, GM, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns í Louisiana Lafayette háskólanum tóku þátt í Lake Charles Invitational mótinu, sem fram fór 26.-27. mars 2018.Mótið fór fram í The Golden Nugget CC við Lake Charles í Louisiana. Þátttakendur voru 61 frá 11 háskólum. Björn Óskar náði þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu í einstaklingskeppninni, en hann lék á 8 undir pari, 208 höggum (71 69 68). Lið Björn Óskars sigraði í mótinu!!! Glæsilegt!!!

Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Daníel Ísak Steinarsson, GK tók þátt í Malta Junior Main Open Competition 2018, en mótið fór fram í Royal Malta Golf Club, dagana 26.-28. mars 2018. Þátttakendur í mótinu voru 94. Daníel Ísak lék mótshringina 3 á samtals 20 yfir pari, 224 höggum (74 68 82) og varð jafn 2 Þjóðverjum í 13. sæti. Stórglæsilegt!!!

Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018.
Þann 29. mars 2018 hóf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppni á ANA Inspiration risamótinu í kvennagolfinu. Hún hóf keppni fyrst af öllum og er þetta í fyrsta sinn sem hún tók þátt á ANA Inspiration, sem reyndar var 4. risamótið sem hún keppti í – Með þátttöku í ANA Inspiration varð Ólafía Þórunn sá íslenski kylfingur sem keppt hefir á flestum risamótum. Á 1. hring ANA Inspiration fór Ólafía Þórunn holu í höggi!!! Þar með varð hún fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að fara holu í höggi á móti LPGA!!! Og fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að fara holu í höggi á risamóti!!! Höggið góða kom á par-3 17. holunni á Dinah Shore Tournament vellinum í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, sem er suð-austur af Palm Springs í Kaliforníu. Við höggið góða notaði Ólafía Þórunn 5-járn og hlaut í verðlaun 2 miða með aðalstyrktaraðila mótsins All Nippon Airlines, hvert sem er í heiminum á 1. klassa. Daginn eftir 30. mars 2018 komst Ólafía ekki í gegnum niðurskurð á ANA Inspiration. Stutt milli hláturs og gráturs í golfinu!!!

Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: GSÍ
Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota tóku þátt í The Goodwin, en mótið fór fram á TPC Harding Park í San Francisco, Kaliforníu, dagana 29.-31. mars 2018. Þetta var stórt mót, en þátttakendur voru 135 frá 26 háskólum og varð Rúnar T-88 í einstaklingskeppninni og Minnesota varð T-16 í liðakeppninni.
Arnar Geir Hjartarson, GSS og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Missouri Valley tóku þátt í TPC Deere Run Invitational.Mótið fór fram dagana 30.-31. mars s.l. og var spilað á TPC Deere Run í Silvis, Illinois.Þátttakendur voru 120 frá 23 háskólum þannig að þetta var fremur stórt mót.
Arnar Geir lék keppnishringina tvo á samtals 14 yfir pari, 156 höggum (77 79) og varð T-65 þ.e. deildi 65. sætinu með 5 öðrum keppendum. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley hafnaði í 13. sæti
Eva Karen Björnsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Colonel Classic mótinu, sem fram fór í Arlington – University Club at Arlington, í Kentucky. Mótið stóð dagana 30.-31. mars 2018. Þátttakendur eru 90 frá 14 háskólum. Ragnhildur lauk keppni T-5 í mótinu og lið hennar EKU varð í 1. sæti en Eva Karen varð T-59 í einstaklingskeppninni.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var á meðal keppenda á sterku piltamóti í Frakklandi, Internationaux de France U18 Garçons – Trophée Michel Carlhian. Keppt var á Golf de Saint Germain vellinum dagana 29. mars – 2. apríl. Keppendur voru 18 ára og yngri. Dagbjartur lauk keppni T-102. Fyrstu tvo dagana var höggleikskeppni og að henni lokinni komust 32 efstu í holukeppnishluta keppninnar. Dagbjartur var ekki þar á meðal.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
