Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir í febrúar 2018
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr GL tók þátt í Oats Vic mótinu í Ástralíu, en komst þrátt fyrir frábæra spilamennsku ekki í gegnum 2. niðurskurð eftir 3. dag, 3. febrúar 2018, en einungis 36 efstu fengu að spila lokahringinn.
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 3. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Í lok fundar voru veitt verðlaunfyrir árangur á árinu 2017. Derrick Moore var valinn PGA kennari ársins 3. árið í röð. Kylfingur ársins var valin Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og PGA meistari ársins var valinn Axel Bóasson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Westin La Quinta mótinu, dagana 5.-6. febrúar, sem er mót á Gecko mótaröðinni. Þátttakendur voru 55 og urðu báðir GR-ingar jafnir í 8. sæti á 2 yfir pari, sem er glæsilegur árangur – enduðu í topp 20%!!!!!
Bandaríska háskólagolfið hófst í febrúar 2018, en þar var m.a. frétt þess efnis að Stefán Þór Bogason, GR hefði orðið T-27 á Titan Winter Inv., móti sem fór fram 5.-6. febrúar 2018. Stefán Þór spilar með liði Flórída Tech.
Rúnar Arnórsson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Golden Gophers, hjá University of Minnesota, tóku þátt í Big Ten Match Play, en mótið var 1. mót vorannar hjá skólanum og fór fram 9.-10. febrúar 2018. Rúnar og lið hans höfnuðu í 8. sætinu í Big Ten Match Play af 14 háskólum, sem þátt töku.
Þann 9.-11. febrúar 2018 tók Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL þátt í LET mótinu ActewAGL Canberra Classic, sem fram fór á Royal Canberra golfklúbbnum í Canberra í Ástralíu. Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurð þrátt fyrir gott skor.
Björn Óskar Guðjónsson, GM, varð T-25 í 1. móti vorannarinna hjá skólanum sínum, Louisiana Lafayette, Mobile Sports Authority Intercollegiate, en mótið fór fram í Alabama 12.-13. febrúar 2018.
Dagur Ebenezersson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Spring Invite Intercollegiate á Fleming Island í Flórída, dagana 12.-13. febrúar 2018 Gestgjafar voru Lincoln Memorial University.Mótið fór fram á hinum 6.633 yarda, par-71 keppnisvelli Fleming Island golfklúbbsins.Dagur varð í 89. sæti í einstaklingskeppninni af 92 keppendum, en Catawba lauk leik í 14. sæti af 17 liðum sem þátt tóku.

Sigurlaug Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í 1. móti vorannar skólans, JTP Golf Invitational. Mótið fór fram í Henderson, Nevada 12.-13. febrúar 2018.
Sigurlaug lék á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (81-80-81) og varð T-36 af 51 keppanda.
Þrír GR-ingar, Andri Þór Björnsson, GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Magnús Franklín kepptui á Mediter Real Estate Masters mótinu sem fram fór í PGA Catalunya Resort í Barcelona á Spánidagana 13.-15. febrúar 2018. Guðmundur Ágúst var sá eini af íslensku keppendunum sem komst gegnum niðurskurð og lék samtals á parinu 212 höggum (72 70 70) og varð T-41 þ.e. deildi 41. sætinu með 3 öðrum kylfingum.
Tilkynnt var 15. febrúar 2018 að Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK hefði hlotnast sá heiður að vera valin í sveit Evrópu í Patsy Hankins bikarnum.Patsy Hankins bikarinn er mót með Solheim Cup formi þar sem tvö lið keppa – annars vegar ein 12 kvenna sveit áhugamanna frá Evrópu og síðan ein 12 kvenna sveit áhugamanna frá Asíu-og Kyrrahafslöndunum. Patsy Hankins mótið fór síðan fram 8.-10. mars 2018

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra kepptu báðar á ISPS Handa mótinu, sem er hluti LPGA mótaraðarinnar, en mótið fór fram 15.-18. febrúar 2018 Ólafía Þórunn náði ekki niðurskurði en það gerði Valdís Þóra og varð T-57 með skor upp á 4 yfir pari (72 – 72 – 74 – 74) og eins hlaut hún vinningstékka upp á $3,573.00. Frábært hjá Valdísi Þóru!!!!
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar hans í bandaríska háskólagolfinu í liði Georgia State tók þátt í The All American, en mótið fór fram í The Golf Club of Houston í Humble, Texas og stóð 16.-18. febrúar 2018. Þátttakendur voru 99 frá 18 háskólum.Egill Ragnar lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (76 73 73) og varð T-64. Georgia State varð T-14 í liðakeppninni.
Fimm íslenskir piltar tóku þátt í Portuguese Intercollegiate Open, sem er hluti Global Junior Golf mótaraðarinnar. Mótið fór fram dagana 16.-18. febrúar 2018 .Íslensku piltarnir sem voru við keppni eru: Daníel Ingi Sigurjónsson, GV; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Kristófer Tjörvi Einarsson, GV; Lárus Garðar Long, GV og Nökkvi Snær Óðinsson, GV.
Af íslensku keppendunum stóð Kristófer Tjörvi sig best en piltarnir luku allir keppni á eftirfarandi skori:
T-23 Kristófer Tjörvi Einarsson 17 yfir pari, 233 höggum (79 75 79).
40. sæti Daníel Ísak Steinarsson 26 yfir pari, 242 högg (83 75 84).
T-45 Daníel Ingi Sigurjónsson 28 yfir pari, 244 högg (80 80 84).
74. sæti Lárus Garðar Long, 38 yfir pari, 254 högg (91 81 82).
82. sæti Nökkvi Snær Óðinsson, 57 yfir pari, 273 högg (96 90 87).

Kristófer Tjörvi Einarsson, GV.
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Troy University í Alabama tóku 17.-18. febrúar 2018 þátt í fyrsta móti vorannar skólans, SunTrust Gator Invitational.
Mótið fór fram á Mark Bostick golfvellinum, í Gainesville, Flórída. Fannar Ingi lék á samtals 33 yfir pari, 243 höggum (79 85 79) og hafnaði í síðasta sætinu, því 90. í einstaklingskeppninni og háskólalið hans, Troy einnig í liðakeppninni eða 16. sætinu.
Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, GR; Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tóku þátt í PGA Catalunya Resort Championship, 18.-20. febrúar 2018, en mótið er hluti Nordic Golf League mótaraðarinnar. Spilað var á tveimur golfvöllum Catalunya Tour og Stadium völlunum. Haraldur Franklín var sá eini af íslensku kylfingunum, sem komst gegnum niðurskurð. Hann lék samtals á 2 undir pari, 212 höggum (73 69 70) og varð í 33. sæti.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu í Eastern Kentucky University tóku þátt í JU Amelia Island háskólamótinu, 18.-20. febrúar 2018 á Amelia Island í Flórída.Ragnhildur varð T-10!!! – Heildarskor hennar 6 yfir pari, 222 högg (79 72 71). Frábær árangur þetta hjá Ragnhildi!!! Eastern Kentucky, lið Ragnhildar, varð í 10. sæti af 15 háskólaliðum sem þátt tóku.
Þann 20. febrúar 2018 var frétt á Golf 1 um að hin skoska Carly Booth og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hafi farið í menningarkynnisferð á frumbyggjaslóðir (ens.: Aboriginal culture tour ) á vegum LET á Moonee Beach reserve á Coffs Coast með Wajaana Yaam Gumbaynggirr Adventure Tours ferðafyrirtækinu, í aðdraganda Bonville mótsins sem hófst 23. febrúar 2018 í Ástalíu.
Í febrúar var greint frá því á aðalfundi samtaks íþrótta- og vallarstarfsmanna að Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili hefði verið valinn vallarstjóri ársins 2017 í flokki golfvalla.

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku báðar þátt í Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu, dagana 22.-25. febrúar 2018, en mótið var hluti af LET mótaröðinni. Ekki bara voru tveir íslenskir keppendur við keppni á einni af sterkustu mótaröðum heims heldur náðu báðir frábærum árangri!!! Ólafía Þórunn varð T-14 eftir frábæra endurkomu en um stund leit út að hún myndi ekki ná gegnum niðurskurð og Valdís Þóra náði bestum árangri íslensks kvenkylfings á einni af stóru mótaröðum tók bronsið. Stórstórglæsilegt hjá Valdísi Þóru!!!
Þann 24. febrúar 2018 fóru Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota fóru til Houston í Texas og kepptu þar við golflið University of Houston. Keppnisfyrirkomulag var einfalt – spilaður var einn 18 holu hringur af 6 liðsmönnum hvors liðs og giltu bestu 5 skorin.Skemmst er frá því að segja að Rúnar stóð sig best af liðsmönnum Minnesota; varð T-4, en annars sigraði Houston í viðureigninni.
Í lok febrúar 2018 tilkynntu Hafnarfjarðarklúbbarnir GK og GSE áætlanir um aukið samstarf. Var undirritaður samningur en samningurinn snýr að viðhaldi Setbergsvallar og mun Keilir einnig sjá um innheimtu félagsgjalda fyrir GSE.
Dagana 24.-26. febrúar 2018 kepptu 4 íslenskir kylfingar á SGT Winter Series 2018 – Lakes Open á Lumine golfstaðnum á Spáni. Mótið var hluti Nordic Golf League. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari (69-72-66) 207 högg og skilaði það honum því að hann varð jafn 3 öðrum kylfingum í 12. sæti. Andri Þór Björnsson (GR) endaði jafn 8 öðrum í 32. sæti á pari vallar samtals (72-71-71). Haraldur Franklín Magnús (GR) og Axel Bóasson (GK) tóku einnig þátt en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn og voru því ekki á meðal 45 efstu.
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar Elon tóku þátt í risastóru kvennagolfmóti Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic. Mótið fór fram Kiawah Island, Suður-Karólínu, dagana 25.-27. febrúar 2018. Gestgjafi var University of Charleston. Þátttakendur voru 218 frá 43 háskólum og var spilað á 2 golfvöllum Kiawah Island Resort: Osprey Point og Oak Point völlunum. Gunnhildur varð T-87 í einstaklingskeppninni með skor upp á 230 högg (74 75 81) og var þetta næstbesti árangur liðsmanna Elon. Elon, lið Gunnhildar hafnaði í 26. sæti í liðakeppninni.
Þann 26-27. febrúrar 2018 kepptu Bjarki Pétursson GB og Gísli Sveinbergsson GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State á Louisiana Classics mótinu, sem fram fór í Oakbourne CC í Lafayette, Louisiana. Gestgjafi mótsins var Louisiana Lafayette háskólinn, en Björn Óskarsson, GM, spilar einmitt með því háskólaliði. Gísli varð T-21, Bjarki varð T-46 og Björn Óskar, var gestrisinn, lauk keppni T-63.
Þann 28. febrúar hófu fimm íslenskir kylfingar keppni á Opna spænska áhugamannamótinu. Í karlaflokki kepptu Aron Snær Júlíusson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson en leikið var á La Manga vellinum rétt við Murcia.Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, Saga Traustadóttir úr GR og Berglind Björnsdóttir úr GR kepptu á Montecastillo Barcelo vellinum. Keppendur voru um 120 og margir af bestu áhugakylfingum heims tóku þátt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
