Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: GSÍ Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir apríl 2018
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í 3 M Augusta Invitational mótinu., sem fram fór 31. mars-1. apríl 2018. Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólum. Spilað var á golfvelli Forest Hill golfklúbbsins í Augusta, Georgíu. Egill Ragnar lék á 12 yfir pari, 228 höggum (73 74 81) og varð T-65 en Georgia State landaði 8. sætinu. Egill Ragnar lauk keppni T-65 þ.e. deildi 65. sætinu með Ross Sinclair úr New Mexikó háskólanum. Lið Egils Ragnars í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State landaði 8. sætinu og var Egill Ragnar á 4. besta skorinu af félögum sínum.

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í Mimosa Hills Intercollegiate. Mótið fór fram í Morganton, Norður-Karólínu 1.-2. apríl 2018 og voru þátttakendur 90 frá 16 háskólum. Gunnhildur lék á samtals 9 yfir pari 153 höggum (72 81) og lauk keppni T-26 þ.e. var jöfn í 26. sæti.
Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í William Woods Spring Invite.Mótið fór fram í Tanglewood golfklúbbnum, í Fulton, Missouri dagana 2.-3. apríl 2018. Þátttakendur voru 46 frá 6 háskólum. Arnar Geir lék keppnishringina tvo á 9 yfir pari, 153 höggum (75 78) og varð T-12. Lið Arnars Geirs varð T-2 þ.e. í 2.-3. sæti í liðakeppninni!!! Flottur árangur!!!!!!
Sex íslenskir kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Selfoss (GOS) tóku þátt á European Spring Junior mótinu, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni.Þetta voru þau: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Aron Emil Gunnarsson, GOS; Pétur Sigurdór Pálsson, GOS og Yngvi Marínó Gunnarsson, GOS. Mótið fór fram dagana 3.-6. apríl 2018.

Sigurður Bjarki Blumenstein
Fjórir kylfingar frá Íslandi kepptu á Opna skoska meistaramótinu, sem fram fór á Montrose vellinum, dagana 4. -6. apríl 2018. Keppendur á þessu móti voru 18 ára og yngri. GR-ingarnir Sigurður Bjarki Blumenstein og Viktor Ingi Einarsson voru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn. Sigurður Bjarki endaði jafn öðrum í 4. sæti; var á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (77 69 75). Viktor Ingi lauk keppni 9. sæti, á samtals 11 yfir pari, 224 höggum (73 72 79). Daníel Ísak Steinarsson úr GK varð 16. sæti. Hann lék hringina þrjá á 14 yfir pari, 227 höggum (78 73 76). Ingvar Andri Magnússon, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Dagana 4.-6. apríl kepptu þrír íslenskir kylfingar á Opna skoska áhugamannamótinu fyrir stúlkur Keppt var á Monfieth vellinum í Skotlandi rétt við Dundee. Allir keppendurnir voru úr GKG:: Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Andrea Bergsdóttir. Heildarþátttakendur í mótinu voru 120 þar af voru 70 keppendur U16 þ.e. undir 16 ára aldri. Hulda Clara náði þeim glæsilega árangri að landa 9. sætinu af heildarþátttakendum þ.e. vera í meðal topp-10 í öllu mótinu og ef aðeins eru taldir U16, sem er sá flokkur sem hún keppti í varð hún í 5. sæti!!! Hún lék keppnishringina 3 á samtals 10 yfir pari, 229 höggum (84 72 73).Andrea varð í 16. sæti af heildarþátttakendum og 8. sæti af U16, á 12 yfir pari, 231 höggi (80 74 77). Eva María komst ekki í gegnum niðurskurð.
Eva Karen Björnsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, University of Louisiana at Monroe (ULM) tóku þátt í Murray State Jan Weaver Invite mótinu. Mótið átti að fara fram dagana 6.-7. apríl, en hætt var við keppni seinni daginn vegna snjókomu. Mótsstaður var Miller Memorial golfvöllurinn í Murray, Kentucky. Þátttakendur voru 92 frá 14 háskólum. Eva Karen, sem keppti sem einstaklingur lauk keppni T-54.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili kepptu báðar á LET Access mótaröðinni 6.-8. apríl 2018 á Terre Blanche mótinu sem fram fór á samnefndum velli í Frakklandi. Þær komust ekki í gegnum niðurskurð.
Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar hans í Louisiana Lafayette tóku þátt í Southern Collegiate Match Play 7. apríl 2018 Mótið fór fram á par-71, 6,902-yarda golfvelli Hattiesburg Country Club, í Mississippi. Lið Björns Óskars, The Ragin Cajuns, tapaði naumt fyrir South Alabama 3&2. Björn Óskar tapaði sinni viðureign með minnsta mun. Eftir hádegi var síðan keppni um 3. sætið og þar unnu The Ragin Cajuns, Louisiana Tech 3&2. Aftur tapaði Björn Óskar sinni viðureign, en leikur hans og mótherja hans fór á 23. holu.
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State tóku þátt í Aggie Invitational mótinu. Mótið fór fram í Traditions Club, í Bryan, Texas, dagana 7.-8. apríl 2018. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Bjarki lék á samtals 4 yfir pari, 219 höggum (75 73 71) og lauk keppni T-9. Gísli lék á samtals á 17 yfir pari, 157 höggum (81 76 76) og lauk keppni T-52 Kent State, lið þeirra Bjarka og Gísla í bandaríska háskólagolfinu lauk leik í 2. sæti.
Birgir Björn Magnússon, GK og og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes, tóku þátt í Southern Colorado Masters. Mótið fór fram í Pueblo CC í Colorado dagana 9.-10. apríl sl. Þátttakendur voru 48 frá 7 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (77 75 86) og lauk keppni í 42. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð Bethany í 6. sæti.
Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley tóku þátt í MVC Invite, sem fram fór 9.-10. apríl 2018. Mótið fór fram í Indian Foothills GC, í Marshall, Missouri. Þátttakendur voru 42 frá 6 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (73 79) og varð T-12 í einstaklingskeppninni!!! Lið Arnars Geir í Missouri Valley varð í 1. sæti í liðakeppninni!!!
Dagana 11.-14. apríl tók Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR og LPGA þátt í LOTTE Championship, en mótið var 6. mót hennar á 2018 keppnistímabilinu á LPGA og fór fram á Hawaii. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð.
Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt á Opna spænska (Open de España) á Evróputúrnum, dagana 12.-15. apríl 2018. Birgir Leifur lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (77 67) og komst ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður við samtals 4 undir pari, eða betra.
Andrea Bergsdóttir, GR og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR tóku þátt í Irish Girls U18 Open Stroke Play Championship, dagana 13.-15. apríl 2018 Mótið fór fram í Roganstown rétt utan við Dublin á Írlandi og voru keppendur 114. Andrea lauk keppni T-9 en Jóhanna Lea komst ekki í gegnum niðurskurð.

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon léku í CAA svæðamótinu. Mótið fór fram dagana 13.-15. apríl 2018. Mótsstaður var St. James Plantation í Southport, Norður-Karólínu og voru þátttakendur 39 frá 8 háskólum. Gunnhildur lauk keppni á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (85 81 76) og varð í 25. sætinu í einstaklingskeppninni. Lið Elon varð í 4. sæti í liðakeppninni.
Rúnar Arnórsson, GK og félagar hans í Minnesota háskólanum tóku þátt í Hawkeye Invitational, sem fram fór dagana 13.-14. apríl sl. á Finkbine golfvellinum, í Iowa City, Iowa. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Rúnar varð T-26 í einstaklingskeppninni lék keppnishringina tvo á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (70 81). Lið Rúnars, í Minnesota háskóla lauk keppni T-6 í liðakeppninni.
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Boilermaker Invitational. Mótið fór fram 14.-15. apríl 2018. Mótsstaður var Kampen golfvöllurinn, í Lafayette, Indiana og gestgjafi Purdue háskóli. Þátttakendur voru 93 frá 17 háskólum. Mótið var stytt í 2 hringja mót vegna veðurs. Bjarki og Gísli luku báðir keppni T-12 sem er stórglæsilegur árangur!!!! Lið þeirra Kent State sigraði í mótinu!!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany tóku þátt í Hartford Women´s Invitational, dagana 14.-15. apríl sl. Mótið fór fram í Tumble Brook CC í Bloomfield, Conneticut. Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum. Aðeins var spilaður einn hringur og lék Helga Kristín á 83 höggum og varð T-39. Lið Helgu Kristínar Albany hafnaði jafnt í 5. sæti mótsins.
Þann 16. apríl 2018 var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Eastern Kentucky University (EKU) valin Ohio Valley Conference nýliði ársins, á samkomuThe Shoals á Robert Trent Jones Golf Trail í Muscle Shoals, Alabama. Ragnhildur var einnig valin í 6 manna All-OVC Newcomer Team, sem er lið samsett af bestu nýliðunum.
Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette háskólanum tóku þátt í Old Waverly mótinu. Mótið fór fram dagana 14.-15. apríl s.l. í Old Waverly GC, á West Point, Mississippi. Björn Óskar lék á 14 yfir pari, 230 höggum (82 77 71) og varð T-51. The Ragin Cajuns luku keppni í 11. sæti.
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar hennar í Drake tóku þátt í MVC Championship, dagana 15.-17. apríl 2018. Spilað var á Sand Creek Station golfvellinum, í Newton Kansas. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug lék á samtals 231 höggi (78 74 79) og lauk keppni á næstbesta skori Drake og varð T-23 þ.e. ofarlega fyrir miðju. Drake lauk keppni í 8. sæti í liðakeppninni.
Ólafía Þórunn „okkar” Kristinsdóttir tók þátt í Hugel JTCB – LA Open.sem fram fór dagana 15.-18. apríl 2018, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.
Um miðjan apríl voru fréttir þess efnis að 3 íslenskir Forskots kylfingar væru við æfingar á Real Club De Golf de Sevilla á Spáni þ.e. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Axel Bóasson (GK) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR).
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Ohio Valley Conference Championship, dagana 16.-18. apríl 2018. Mótið fór fram á The Schoolmaster golfvellinum at the Shoals, í Muscle Shoals, Alabama. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Ragnhildur varð T-10, lék hringina 3 á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (78 78 76). Eastern Kentucky, lið Ragnhildar varð í 3. sæti í liðakeppninni í mótinu.

Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar hans í bandaríska háskólagolfinu, í liði Missouri Valley tóku þátt í Baker University Spring Invite. Mótið fór fram dagana 18.-19. apríl sl. í Eaglebend golfklúbbnum í Lawrence, Kansas. Þátttakendur voru 52 frá 8 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 29 yfir pari, 245 höggum (83 82 80) og lauk keppni T-29 í einstaklingskeppninni. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley sigraði í liðakeppninni
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL og á LET, náði niðurskurði á Lalla Meryem Cup í Marokkó, á LET, sterkustu kvenmótaröð Evrópu, en mótið fór fram 19.-22. apríl 2018. Hún lauk keppni T-61.
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar hennar í Albany luku keppni í 1. sæti í MAAC svæðamótinu, sem fram fór á Magnolia golfvellinum á Disney svæðinu í Flórída, dagana 20.-22. apríl og lauk í gær. Þátttakendur í mótinu voru 45 frá 9 háskólum. Helga Kristín lék á samtals 21 yfir pari 237 höggum (76 81 80) og varð T-10, þ.e. jöfn liðsfélaga sínum Caroline Juillat í 10. sæti.
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK kepptu á Robert Kepler Intercollegiate, sem fram fór 21.-22. apríl 2018 á Scarlett golfvellinum í Columbus, Ohio. Gísli varð T-17 en Bjarki T-24 og lið þeirra Kent State í 5. sæti.
Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Louisiana Lafayette í bandaríska háskólagolfinu, luku keppni á Sun Belt Conference Championship. Mótið fór fram dagana 22.-24. apríl í The Raven Golf Club, í Sandestin, Flórída. Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum. Björn Óskar lék á samtals á 11 yfir pari, 224 höggum (79 74 71) og varð T-34. Louisiana Lafayette hafnaði í 7. sæti í mótinu.

Businn, Birgir Björn Magnússon sigraði í móti í bandaríska háskólagolfinu!!!
Birgir Björn Magnússon, GK tók þátt í KCAC Conference Championship, sem fram fór á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City, Kansas, dagana 23.-24. apríl 2018. Þátttakendur voru 43 frá 8 háskólum. Birgir Björn, sem er busi í Bethany háskólanum í Kansas fékk að keppa sem einstaklingur á svæðismótinu… og gerði sér lítið fyrir og sigraði!!! Sigurskorið var slétt par, 216 högg (71 72 73). Stórglæsilegt hjá Birgi Birni!!! Þó Birgir Björn hafi ekki keppt með liði sínu, Bethany, í þetta sinn, sigraði Bethany engu að síður liðakeppnina!!!
Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Bravo Tours Open mótinu, en mótið er hluti Nordic Golf League. Mótið stóð dagana 25.-27. apríl 2018. Það fór fram á Enjoy Resorts – Rømø Golf Links, í Danmörku. Guðmundur Ágúst lauk keppni T-43 og Haraldur Franklín lauk keppni T-50. Andri Þór komst ekki í gegnum niðurskurð.
Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, kepptii á Turkish Airlines Challenge mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, en mótið stóð dagana 26.-29. apríl 2018. Axel náði ekki niðurskurði.
Rúnar Arnórsson og félagar í University of Minnesota tóku þátt í Big Ten Championship, sem fram fór dagana 26.-29. apríl sl. Mótið fór fram í The Baltimore Country Club, í Maryland. Rúnar lauk keppni T-47 og var með skor upp á 14 yfir pari, 224 höggum (77 68 79) í einstaklingskeppninni af 70 þátttakendum. Rúnar var á besta skori liðs Minnesota. Lið University of Minnesota lauk keppni í 14. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku.
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurð á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu sem stóð 26.-29. apríl 2018. Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 149 höggum (77-72), en það dugði ekki til. Niðurskurður var miðaður við samtals 2 yfir pari eða betra.
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State sigruðu á MAC Championship. Mótið fór fram dagana 27.-29. apríl 2018 í Sycamore Hills golfklúbbnum, í Fort Wayne, Indiana. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Bjarki varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem er stórglæsilegt!!! Hann var með silfurskor upp á 8 yfir pari, 296 högg (70 78 77 71). Gísli varð T-14 á 18 yfir pari, 306 höggum (76 77 76 77). Lið Kent State sigraði, sem var frábær endir á keppnistímabilinu.
Þann 28. aprí 2018 fór fram Kálfatjörn Open hjá GVS. Sigurvegarar í mótinu voru heimamaðurinn Kjartan Einarsson, sem var á besta skorinu 74 höggum og Árni B Kvaran, GKG, sem sigraði punktakeppnina á 39 punktum.
Í ítarlegu viðtali sem birtist í lok apríl 2018 við Ólafíu Þórunni í lok apríl sagði hún að hlutirnir hefðu gengið upp og niður hjá henni í fyrstu 7 LPGA mótum ársins. Hún sagðist m.a. þurfa að minnka væntingarnar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
