Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir mars 2018
Phil Mickelson sigraði á heimsmótinu Mexico Championship eftir bráðabana við Justin Thomas, en mótið fór fram 1.-4. mars 2018.
Michelle Wie sigraði á HSBC Women´s World Championship, sem fram fór sömu daga á Tanjong vellinum í Sentosa golfklúbbnum í Singapore.
Í byrjun mars 2018 auglýsti Tiger Woods Bridgestone golfbolta. Í leiðinni gerði hann lítið úr Titleist Pro V1 boltanum. Skv. Bridgestone, nær nýi B XS boltinn, þegar Tiger notar hann, 6.9 yördum (u.þ.b. 2 metrum) lengra en Pro V1 boltinn.
Fréttir bárust af því í byrjun mars að spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal hefði sofið yfir sig og ætti það starfsmanni Evrópumótaraðarinnar það að þakka að hafa ekki verið vísað úr Hero Indian Open mótinu, Starfsmaðurinn hringdi í hann 38 mínútum fyrir rástíma Larrazabal, en hann var enn með úrið sitt á spænskum tíma. Harla óvenjulegt hjá atvinnumanni í golfi. Larrazabal segist hafa farið í sturtu í flýti og verið kominn út á völl 25 mínútum fyrir rástíma sinn. Vaninn hjá honum er að vera vaknaður 3 klukkustundum fyrir mót. Stressið og flýtirinn um morguninn virðist ekki hafa háð spilamennsku Larrazabal því hann var jafn 3 öðrum í 3. sæti mótsins eftir 1. keppnisdag. Það var síðan Englendingurinn Matt Wallace sem sigraði á Hero Indian Open mótinu eftir bráðabana við Andrew „Beef” Johnson. Hero Indian Open, sem fram fór 8.-11. mars 2018 var samstarfsverkefni Evrópu- og Asíutúrsins.
Paul Casey sigraði á Valspar Championship lauk 11. mars 2018 og er hluti PGA Tour.
Jerry Anderson, fyrsti Kanadamaðurinn til þess að sigra á Evróputúrnum lést 11. mars 2018. Anderson fæddist 22. september 1955 í Montreal og því aðeins 62 ára þegar hann lést.
Í mars auglýsti Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods glæsihýsi sitt á North Palm Beach í Flórída til sölu fyrir litlar $49.5 milljónir. Eignin er 25,878 ferfet með 11 svefnherbergjum, 15 baðherbergjum og 3 hálfbaðherbergjum.
Á blaðamannafundi 13. mars 2018 var tilkynnt að Tiger Woods og Ernie Els yrðu fyrirliðar í Forsetabikarnum 2019.
Þann 14. mars 2018 fæddist þeim Sergio Garcia kylfingi frá Spáni og Angelu Atkins eiginkonu hans dóttir sem þau nefndu eftir 13. holunni á Augusta National, Azalea (eða Alparós).
Þann 16. mars 2018 staðfesti LPGA.com að „norska frænka okkar“ Suzann Petterson væri barnshafandi.
Í mars tjáði Rory McIlroy sig um háværa áhorfendur golfmóta og sagðist vilja takmarkaða áfengissölu í golfmótum. Rory stóð síðan uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational, sem fram fór 15.-18. mars 2018.
Það var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, sem stóð uppi sem sigurvegari í Bank of Hope mótinu, þar sem Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurð en mótið fór fram 15.-18. mars 2018.
Sergio Garcia fékk áhorfanda fjarlægðan af WGC-Dell Technologies Match Play í mars 2018 og var þetta en eitt dæmið um lægri þolmörk atvinnukylfinga gagnvart háværum áhorfendum í mótum.
Það var síðan Bubba Watson sem stóð uppi sem heimsmeistari í holukeppni í sama móti, sem fram fór dagna 21.-25. mars 2018.
Í lok mars tilkynnti Lee Westwood að hann yrði ekki með í Masters risamótinu, Hann hafði fram að því spilað samfellt í 13 skipti frá árinu 2005.
Það var „sænska frænka okkar” Pernilla Lindberg sem sigraði á ANA Inspirtation risamótinu og var þetta hennar fyrsti sigur í risamóti. Risamótið fór fram dagana 29. mars – 1. apríl 2018. Ólafía Þórunn „okkar” Kristinsdóttir tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð – en fór fyrst Íslendinga holu í höggi í risamóti í þessu móti!!!
Ian Poulter sigraði á PGA Tour mótinu Houston Open, sem fram fór 29. mars – 1. apríl 2018.
Arnarhögg Justin Thomas (JT) á heimsmótinu í Mexíkó var valið högg marsmánaðar á Evróputúrnum í lok marsmánaðar 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
