Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2019 | 19:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir maí 2018

Það var Lydia Ko sem stóð uppi sem sigurvegari í LPGA MEDIHEAL Championship, sem fram fór í
Daly City, Kaliforniu dagana 2.-5. maí 2018. Ólafía Þórunn „okkar” Kristinsdóttir tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Þann 4. maí 2018 varð Betsy Rawls fyrrum atvinnukylfingur og forseti LPGA 90 ára. Sama dag var frétt þess efnis á Golf 1 að Rory McIlroy hefði eitt sinn deitað Meghan Markle, sem nú er gift Harry prins á Englandi.

Lið Íra sigraði í nýrri liðakeppni á Evróputúrnum Golf Sixes, en það voru þeir Paul Dunne og Gavin Moynihan, sem skipuðu lið Íra. Golf Sixes stóð dagana 5.-6. maí 2018.

Það var ástralski kylfingurinn Jason Day sem sigraði á móti vikunnar 3.-6. maí 2018 á PGA Tour þ.e. Wells Fargo Championship, sem venju samkvæmt fór fram í Quail Hollow Club, í Charlotte, N-Karólínu.

Þann 7. maí 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Tiger Woods tryði því að sigur væri í nánd hjá honum fljótlega.

Ryder Cup bikarinn kom við í heimabæ upphafsmanns Rydersins, St. Albans þegar fyrirliði Evrópu, Thomas Björn, sem keppti í Golf Sixes kom þar við með bikarinn góða í byrjun maí 2018.

Á Golf 1 birtist frétt 8. maí 2018 að Paulina Gretzky væri reið því þegar kærasti hennar nr. 1 á heimslistnaum, Dustin Johnson slægi golfbolta innanhúss heima hjá þeim.

The Players, sem oft er nefnt 5. rismót karlagolfsins fór venju skv. fram á TPC Sawgrass á Ponte Vedra Beach, dagana 10.-13. maí 2018. Sigurvegari The Players 2018 varð Webb Simpson.

Það var sænski kylfingurinn Joakim Lagergren sem sigraði á Rocco Forte Open, móti vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram í Verdura golfklúbbnum í Agrigento á Sikiley dagana 10.-13. maí 2018. Lagergren sigraði eftir bráðabana við Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi.

Þann 15. maí 2018 birtist grein um nýju konuna í lífi Tiger Woods, Ericu Herman. Doug Ford, elsti þálifandi sigurvegari á Masters rismótinu lést þann dag, 15. maí 2018. Ford var fæddur 6. ágúst 1922 og því 95 ára þegar hann lést.

Þann 16. maí 2018 biritist leiðinleg frétt á Golf 1 um að eiginkona atvinnukylfingsins Lucas Glove hefði verið handtekin vegna heimilisofbeldis. Sama dag er 16. maí 2018 fór fram bálför fyrsta fjölmiðafulltrúa Evrópumótaraðarinnar Marc Wilson.

AT&T Byron Nelson mótið fór fram 17.-20. maí 2018 í Trinity Forest Golf Club,  í Dallas,  Texas Sigurvegari 2018 varð Aaron Wise.

Það var spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, sem stóð uppi sem sigurvegari á Belgian Knockout , sem var mót vikunnar á Evróputúrnum dagana 17.-20. maí 2018.

Miguel Angel Jimenez sigraði á Regions Tradition risamótinu á Öldungamótaröð PGA: PGA Champions. Þetta var fyrsti risamótstitill Jimenez á Öldungamótaröðinni. Mótið fór fram 17.-20. maí s.l. á Greystone Founders vellinum, í Birmingham, Alabama. Sigurskor Jimenez var 19 undir pari og átti hann heil 3 högg á þá sem voru í 2. sæti þ.e. Steve Stricker, Gene Sauers og J. Durant.

Þann 19. maí birtist frétt á Golf 1 þess efnis að kylfingar hafi ekki látið eldgos í Kilauea eldfjallinu á Hawaii stöðva sig og hamla því að þeir spiluðu golf á Volcano Golf & Country Club á Hawaii, en eldfjallið hafði allt frá 3. maí 2018 gosið.

Sama dag, 19. maí 2018 var frétt um að Jeff Scholtz beðið kærustu sinnar, Hayley Milbourn á  13. holu Austur-vallar Baltimore Country Club eftir að hún fór holu í höggi þar. Eiginlega ætlaði hann að biðja hennar á 17. holunni en eftir ásinn ákvað hann að bíða ekki lengur. Scholtz og MIlbourn eru frá New York.

Enn sama dag var frétt á Golf 1 um hinn 93 ára Ben Bender frá Ohio sem spilað hafði golf í meira en 65 ár en aldrei fengið ás. Hann ákvað að spila sinn síðasta golfhring, vegna þrálátra verkja sem þjökuðu hann í mjöðm á Green Valley golfvellinum í Zanesville í Ohio þegar …. hann fór holu í höggi. Æðislegt að fá fyrsta og síðasta ásinn á síðasta hringnum!

Hinn 22. maí 2018 var frétt um að hin aðlaða Dame Laura Davies—einn af bestu kvenkylfingum Englands — væri ánægð með tækifærið á að verða fyrsti kvenkylfingurinn til þess að keppa á Staysure Tour móti—en það er heiti fyrrum European Senior Tour— þ.e. öldungamótaraðar Evróputúrsins. Davies tók þátt í mótinu og skrifaði sig þannig í golfsögubækurnar …. enn einu sinni.

Pure Silk Championship var mót vikunnar á LPGA mótaröðinni, dagana 23.-26. maí 2018 en það fór fram í Williamsburg, Virginíu. Sigurvegari varð Ariya Jutanugarn frá Thaílandi.

Justin Rose var sigurvegari á Fort Worth Invitational, sem fram fór venju skv. á Colonial CC,  í Fort Worth,  Texas.Mótið fór fram 24.-27. maí 2018

Það var Francesco Molinari sem stóð uppi sem sigurvegari á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship á Wentworth, en mótið fór fram 24.-27. maí 2018.

Þann 25. maí var frétt þess efnis á Golf 1 að Rory McIlroy héldi með Liverpool.

Þann 27. maí 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Tiger hefði enn eitt sinn látð í ljós þá skoðun sína að leyfa ætti stuttbuxur á PGA Tour.

Annað risamót ársins 2018 í kvennagolfinu, US Women´s Open fór fram dagna 30. maí – 2. júní 2018 í Charleston S-Karólínu. Sigurvegari varð Ariya Jutanugarn frá Thaílandi.
.