Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 08:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir í janúar 2018

Rickie Fowler var þann 2. janúar 2018 valinn sá af þekkta fólkinu sem hefði bestu mannasiðina af The National League of Junior Cotillions (NLJC). Nike tilkynnti í janúar 2018 að það hefði gert samninga við Si Woo Kim, Lee Westwood, Chris Wood, Patrick Reed og Alex Norén. í janúar 2018 spilaði Bryce DeChambeau hring með Trump Bandaríkjaforseta og sagði um þann hring að það væri nokkuð sem hann myndi aldrei gleyma. Bones, kylfuberi Phil Mickelson til fjölda ára tilkynnti einnig í janúar 2018 að hann myndi framvegis bera pokann fyrir Justin Thomas. Í janúar 2018 sigraði DJ þ.e. Dustin Johnson á Tournament of Champions. Michelle Wie var útnefnd sú kvenkylfinga í janúar 2018 sem væri með besta stílinn. Í skoðanakönnun YouGov um miðjan janúar 2018 var golf valið leiðinlegasta íþróttin af Bretum. Um miðjan janúar 2018 setti Rory McIlroy glæsihýsi sitt í Palm Beach Gardens á sölu fyrir litlar $12,9 milljónir. Rory fékk um miðjan janúar 2018 hjartsláttartruflani, sem hann gaf út yfirlýsingu um og sagði ekkert til að hafa áhyggjur af. Kylfuberi Blayne Barber lagðist á sjúkrahús með höfuðáverka eftir fall á veitingastað eftir 2. hring Sony Open. 14. janúar 2018 var frétt þess efnis að lið Martin Kaymer skipað atvinnukylfingum hefði hafti betur gegn liði stjarnanna sem knattspyrnumaðurinn Luis Figo stjórnaði 8-6. Chris Paisley vann fyrsta sigur sinn á ferlinum á Evróputúrnum 14. janúar 2018 þegar hann bar sigurorð af öðrum keppendum á BMW SA Open. Patton Kizzire sigraði á Sony Open á PGA Tour eftir 6 holur í bráðabana við James Hahn. Rory sneri aftur til keppni á Abu Dhabi HSBC Championship á Evróputúrnum um miðjan janúar 2018 eftir að hafa verið í algjöru keppnishléi frá október 2017. Þann 16. janúar 2018 var Tommy Fleetwood kjörinn kylfingur ársins 2017 af samkylfingum sínum á Evróputúrnum. Þann 19. janúar 2018 tilkynnti Brooks Koepka að hann yrði frá keppni vegna þess að sin rifnaði í úlnlið hans. Þann 19. janúar 2018 skrifaði Lexi Thompson undir auglýsingasamning við Bridgestone. Þann 21. janúar 2018 sigraði Sergio Garcia á Singapore Open á Asíutúrnum og John Rahm sigraði á CareerBuilder Challenge á PGA Tour. Þann 26. janúar 2018 komst Tiger í gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open. Þátttaka Tiger Woods í Farmers Insurance Open hafði mikil áhrif á sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum. Áhorf á útsendingu CBS Sport frá lokahring Farmers fór upp um 38% frá 2017.Þetta var mesta áhorf á Farmers Insurance Open í 5 ár … eða allt frá því Tiger sigraði síðast 2013. Þann 28. janúar 2018 skrifaði Haotong Li, sig í golfsögubækurnar þegar hann varð fyrsti Kínverjinn til þess að sigra á Omega Dubaí Desert Classic á Evróputúrnum. Það var fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, sem stóð uppi sem sigurvegari í Farmers Insurance Open 29. janúar 2018 eftir bráðabana við Alex Norén. Í lok janúar 2018 tjáði Mel Reid sig um óréttlæti þess að verðlaunafé karla á PGA væri hærra en bestu kvenkylfinga á LPGA, í aðdraganda Oats Vic mótsins í Ástralíu, þar sem hún átti titil að verja en skipuleggjendur mótsins ákváðu að karlar og konur skyldu keppa saman og verðlaunaféð vera jafnt.