Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2018 | 12:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir í apríl 2018

Hinn árlegi Masters Club Champions Dinner fór fram þriðjudaginn 3. apríl 2018. Líkt og venja er bauð fyrra árs á Masters, öðrum Masters sigurvegurum til matarveislu. Í forrétt var Sergio Garcia, sigurvegari Masters 2017 með nokkuð sem nefndist „Internatioanl salad“ en í því var eitthvað frá öllum heimsálfum. Í aðalrétt var spænskur humar og í desert ís og kaka.

Það var Tom Watson sem vann hina árlegu par-3 keppni 4. apríl 2018.

Masters risamótið fór fram í 82. skiptið, dagana 5.-8. apríl 2018. Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Patrick Reed. Í kjölfar sigurs Patrick Reed voru fréttir af slæmu sambandi hans við foreldra sína.

Það var japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira, sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage.á PGA Tour, 12.-15. apríl 2018.

Sömu daga fór fram Opna spænska á Evróputúrnum. Sigurvegari varð Jon Rahm og hlaut hann € 250.000,- í verðlaunafé.

Um miðjan apríl 2018 var í fréttum að gæs ein hefði ráðist á menntaskólanema sem var að dunda sér við uppáhaldsiðjuna, að spila golf í Michigan í Bandaríkjunum.

Það þótti fréttnæmt þegar Sergio Garcia var með geðluðrukast á 2. hring Texas Valero Open og kastaði kylfu sinni út í buskann. Það varð síðan Andrew Landry sem sigraði í mótinu sem fram fór 19.-22. apríl 2018.

Það var Alexander Levy sem sigraði á Trophée Hassan II á Evrópumótaröðinni, sem fram fór 19. – 22. apríl 2018. Levy lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (72 69 69 70).

Golfklúbbur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum varð að biðjast afsökunar eftir að hringt var á lögreglu til að fjarlægja holl af blökkukonum af golfvelli vegna meints hægagangs þeirra á golfvellinum, laugardaginn 21. apríl 2018.

Frábær saga Pratimu Sherpa varð jafnvel enn betr þriðjudaginn 24. apríl 2018, þegar Tiger Woods ákvað að gefa henni einkatíma í bolfi. Sherpa, sem er verðandi atvinnukylfingur kom til Bandaríkjanna til þess að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndar, sem sýnir hvernig hún lærði að spila golf, þrátt fyrir fátækt fjölskyldu hennar í Kathmandu. Saga hennar, sem sögð er í kvikmyndinni „A Mountain to Climb“ fangaði athygli Tiger Woods, sem bauð henni á golfnámskeið sem hann stóð fyrir í Medalist Golf Club í Júpíter, Flórída.

Þrífótur, þ.e. krókódíllinn Tripod vakti mikla athygli líkt og á árum áður á PGA Tour mótinu í lok apríl þ.e. 26.-29. apríl Zurich Classic . Þrífótur vappaði yfir brautir þegar minnst varir og vakti líkt og alltaf mikla athygli. Í mótinu sigruðu bandarísku kylfingarnir Billy Horschel og Scott Piercy. Mótið fór að venju fram á TPC Louisiana, í Avondale, Louisiana. Samanlagt sigurskor þeirra var 22 undir pari, 266 högg (65 73 61 67). Að sigurlaunum hlutu þeir $1.036.000 og 400 FedEx stig.

Sænski kylfingurinn Alexander Björk sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum 26.-29. apríl, þ.e. Volvo China Open.Sigurskor Björk var 18 undir pari, 270 högg (66 72 67 65). Fyrir sigurinn hlaut Björk € 433,333.

Það var síðan nýsjálenska golfstjarnan Lydia Ko sem sigraði í Mediheal Championship, sem fram fór 26.-29. apríl á LPGA mótaröðinni, en Ólafía Þórunn var þar meðal keppenda en náði því miður ekki niðurskurði Sigur Ko kom ekki eftir hefðbundnar 72 holur, en Ko var þá jöfn Minjee Lee og varð að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Ko hafði betur. Báðar voru þær á samtals 12 undir pari eftir 72 holur – Ko á 68 – 70 – 67 – 71. Þetta var fyrsti sigur Ko í tæp 2 ár. Þetta var jafnframt 15. sigur hennar á LPGA mótaröðinni, en hún var þá nýorðin 21 árs.