Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2021 | 19:00

Árið 2020 eitt það besta hjá GKB og GÞ

Árið 2020 geymist í minningunni sem algjört „annus horribilis“ í hugum margra vegna Covid-19 – sumir vilja helst gleyma árinu …..

…. en aðrir ekki, því þeir sem ekki voru veikir, léku sér m.a. í golfi ….. og það á völlum Kiðjabergs og í Þorlákshöfn og sáu þeir golfklúbbar mikla aukningu bæði á félögum og spiluðum hringjum.

Í Þorlákshöfn hjá GÞ fjölgaði félögum um 60% og 76% aukning varð á spiluðum hringjum

Árið 2020 var það besta frá upphafi hjá GÞ, en spilaðir voru litlu yfir 14.000 hringir.

Sömu sögu er að segja með Kiðjabergið – þar skilaði klúbburinn 13 milljóna rekstrarafgangi og munar þar mestu aukning vallargjalda (þó tekjutap hafi orðið vegna mótahalds).

Um 15.000 hringir voru spilaðir í Kiðjaberginu 2020 – félagar eru nú 332 alls, 204 karlar og 128 konur.

Mynd í aðalmyndaglugga: Kiðjabergið. Mynd: GKB