Árið 2020 eitt það besta hjá GKB og GÞ
Árið 2020 geymist í minningunni sem algjört „annus horribilis“ í hugum margra vegna Covid-19 – sumir vilja helst gleyma árinu …..
…. en aðrir ekki, því þeir sem ekki voru veikir, léku sér m.a. í golfi ….. og það á völlum Kiðjabergs og í Þorlákshöfn og sáu þeir golfklúbbar mikla aukningu bæði á félögum og spiluðum hringjum.
Í Þorlákshöfn hjá GÞ fjölgaði félögum um 60% og 76% aukning varð á spiluðum hringjum
Árið 2020 var það besta frá upphafi hjá GÞ, en spilaðir voru litlu yfir 14.000 hringir.
Sömu sögu er að segja með Kiðjabergið – þar skilaði klúbburinn 13 milljóna rekstrarafgangi og munar þar mestu aukning vallargjalda (þó tekjutap hafi orðið vegna mótahalds).
Um 15.000 hringir voru spilaðir í Kiðjaberginu 2020 – félagar eru nú 332 alls, 204 karlar og 128 konur.
Mynd í aðalmyndaglugga: Kiðjabergið. Mynd: GKB
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
