Jóla- og áramótakveðja frá Tiger
Hér fer áramótakveðja frá Tiger Woods, þar sem hann fer yfir liðið ár, sem ekki hefir verið það besta á ferlinum hjá honum.
Gefum Tiger orðið:
„Sem kylfingur var árið 2014 eitt af mest pirrandi árum mínum vegna þess að ég hef verið meiddur mest allt árið. Ég er loks orðinn nógu frískur til að æfa og gefa mig allann í golfleikinn aftur og það verður gaman á næsta ári.
En á svo margan annan hátt var árið (2014) frábært og ég hef margt til að vera þakklátur fyrir.
Krökkunum mínum gengur frábærlega; þeir vaxa og eru að þroskast og það gerist hraðar en mig óraði fyrir. Þeir eru að kenna mér á iPad, sem er virkilega fyndið.
Lindsey Vonn gengur frábærlega. Endurhæfingin hennar gekk vel og hún vann svo hörðum höndum. Hún vann nú rétt í þessu annan heimsmeistaratitil sinn í bruni í Frakklandi og er aðeins 1 sigri frá að jafna met um bestu frammistöðu allra tíma og aðeins tveimur sigrum frá því að slá því við, sem er ansi ótrúlegt.
Það var gaman að sjá góðan vin minn Arjun Atwal sigra á Dubai Open. Hann átti í meiðslum og er í raun ekki með keppnisrétt, þannig að þetta var eriftt hja honum. En hann setti niður fugl á síðustu holu og sigraði sem var virkilega spennandi að fylgjast með.
Ég var virkilega ánægður með að frænka mín Cheyenne vann sér inn LPGA kortið sitt fyrir árið 2015. Ég komst að því eftir hringinn minn á sunnudaginn á Hero World Challenge að hún hefði komist í gegnum lokaúrtökumótið og hringdi í hana frá Isleworth Golf & Country Club. Ég gæti ekki verið stoltari. Hún hefir unnið fyrir þessu sjálf og ferðast um heiminn. Hún fékk þetta ekki gefins. Hún átti erfitt eftir að hún var á 79 höggum á 2. hring sínum en kom sterk tilbaka. Að hún skuli hafi gert það sýnir mikinn þroska og styrk og ég hugsa að það muni koma henni vel í áframhaldinu.
Þetta hefir virkilega verið spennandi ár hjá stofnun minni. Við höfum komið af stað nýrri mótaröð sem nefnist Tiger Woods Charity Playoffs, og samvinnan gekk vel við nýju styrktaraðilana, Quicken Loans and Hero, á mótum okkar og þar er sérstaklega góð stjórn forstjórans Rick Singer. Ég er virkilega spenntur fyrir hvað Rick hefir til brunns að bera og hef virkilega notið þess að starfa með honum hingað til. Við erum með stór plön fyrir stofnunina.
The Hero World Challenge var æðislega. Við fórum til Isleworth og Orlando í eitt ár og það var frábært að sjá fólkið sem ég hef kynnst á árinu. Ég vil nota tækifærið að þakka Hr. Munjal, varaforstjóra & framkvæmdastjóra Hero MotoCorp, fyrir stuðning hans við mótið og stofnun mína. Við höfum þróað frábært samband og sameiginlega sýn. Jordan Spieth spilaði gríðarlega frábært golf. (Hann sigraði á mótinu sem Tiger var gestgjafi í Hero World Challenge).
Á næstu 3 árum förum við til Albany á Bahamas þannig að við hlökkum til þess. Við ættum að laða að ansi góða þátttakendur venga þess að sumir af topp kylfingunum búa í Albany og það eru góðir möguleikar á að þeir spili í mótinu. Starfslið mitt við stofnunina hefir unnið frábæra vinnu og ég er stoltur af þeim líka.
Þetta var ansi annasamt ár fyrir golfvallarhönnunar lið okkar. Við opnuðum stórt á El El Cardonal at Diamante í Cabo San Lucas, Mexíkó í síðustu viku og fyrstu viðtökur á vellinum voru frábærar. Bluejack National í Houston ætti að opna næsta haust og nýjasta hönnun okkar sem nefnist the Trump World Golf Club, í Dubai, hefir rétt verið hleypt af stokkunum.
Í október naut ég þess heiðurs að vígja Notah Begay III, sem er mér sem bróðir, í íþróttafrægðarhöll Stanford. Það var gaman að fara tilbaka á „The Farm“ og vera á staðnum sem hefir virkilega umbreytt lífi mínu eftir að hafa í kringum svo marga hæfileikaríka, mælt og brillíant fólk. Ég sakna þess að vera þar. Flestir háskólanemendanna voru efstir í sínum árgangi í menntaskóla.
Að fá að vera þarna með piltum og stúlkum í golfliði skólans … og spurningarnar sem þau spurðu voru undraverðar vegna þess að maður getur bara séð hversu mikil dýpt er í þankaganginum þar. Ég man þegar ég var þarna og samræður og rökræður sem við áttum voru á mjög mikilli dýpt. Spurningarnar sem þau spurður mig um golf voru ekki bara „Hvernig nærðu háu dragi?“ Þær voru af mun meiri dýrp og það fannst mér gaman.
Ég vil óska Patrick Rodgers til hamingju með að brjóta Stanford met mitt um fjölda sigra í mótum og um lægsta meðalskor. Patrick bætti metið, vann hörðum höndum að því og náði markmiði sínu.
Hvað snertir 2015 golftímabil mitt þá er ég mest spenntur fyrir að vera frískur aftur. Ég hef strögglað síðasta eitt og hálft ár við bakmeiðslu og það hefir sýnt sig í niðurstöðum mínum. Jafnvel þó ég hafi sigrað 5 sinnum fyrir 2 árum, þá var það heppni sumar vikurnar og mér versnaði stöðugt.
Nú þegar það (bakið á mér) virðist heilbrigt, sterkt og stöðugt þá er gaman að getað leikið sér aftur við börnin mín, spilað fótbolta og hlaupa um með þeim eða vera í körfubolta með þeim …. allt hlutir sem ég tók sem sjálfgefnu. Fyrir alla sem hafa verið slæmir í bakinu með taugaskemmdir, þá er það næstum eins og örkuml. Að líða ekki þannig loks, er bara ótrúlegur léttir.
Ég er enn að vinna í leikdagskrá minni og ætti að vera tilbúinn með hana fljótlega. Krakkarnir, Lindsey og ég ætlum að verja jólunum saman og við munum eiga frábærar stundir saman.
Eins og ég sagði, ég hef margt til að vera þakklátur fyrir.
Ég þakka öllum sem héldu áfram að hvetja mig og styðja. Ég óska ykkur öllum hamingjuríkrar, heilbrigðrar og öruggrar hátíðar og alls hins besta á árinu 2015.“
Tiger Woods
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
