Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2016 | 08:00

Annika segir að hún myndi spila á Ólympíuleikunum

Golfgoðsögnin og golfleikjagreinandi NBC, Annika Sörenstam sagði í nýlegu viðtal að ef hún væri enn að spila á LPGA myndi hún svo sannarlega taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó, þrátt fyrir Zika vírusinn.

Margir af bestu kylfingum heims taka ekki þátt í Ólympíuleikunum m.a. nr. 1 og nr. 4 á heimslistanum Jason Day og Rory McIlroy, sem og kylfingar á borð við Adam Scott (nr. 8 á heimslistanum; Shane Lowry (nr. 26 á heimslistnaum)  Graeme McDowell (nr. 78 á heimslistanum) – þ.e. 5 afar þekktir stjörnukylfingar af topp100 bestu kylfingum heims.

Zika vírusinn berst með Aedes moskító-flugunni.  Fólk sem fær vírusinn fær einkenni s.s. vægan hita, útbrot, vöðva- og liðverki og höfuðverk.  Einkennin vara í 2-7 daga.

Það er einnig talið að Zika vírusinn sé valdur að Angelmans-heilkenninu (m.a. of lítið höfuð ens. microcephaly) og Gullain-Barré heilkenninu.

Annika sagði m.a  í viðtali við ESPN að það að sumir heimsklassa kylfingar væru ekki að spila í Ríó væri mjög leitt, sérstaklega vegna þess að verið væri að gera golf aftur að keppnisgrein á Ólympíuleikunum.

Smitfaraldsfræðingurinn Mikkel Quam sagði að áhyggjur út af Zíka væru yfirdrifnar því aðeins 1 af hverjum 31.000 á Ólympíuleikunum væri í einhverri hættu að fá sjúkdóminn á Ólympíuleikunum.

Líkurnar á að deyja í bílslysi í Bandaríkjunum eru mun meiri,“ sagði Annika. „Samt leigjum við bíla og keyrum um á þeim!“

Ég myndi hafa borið meiri moskítóvörn á mig og verið í langerma bolum, en þess utan eru Ólympíuleikarnir einstakur atburður.“