Annika í Nesklúbbnum – Myndasería
Annika Sörenstam, einn besti kvenkylfingur allra tíma, hélt sýnikennslu í Nesklúbbnum í gær, mánudaginn 11. júní 2018, að viðstöddu fjölmenni.
Annika ræddi m.a um það skipti sem hún spilaði á PGA Tour fyrst kvenkylfinga.
Reyndar svaraði Annika fyrirspurn frá Ólafi Birni Loftssyni, þar um, en spurning hans var skemmtileg tilvitnun í Anniku, sem sagði á sínum tíma fyrir PGA Tour mótið 2003, sem hún tók þátt í: „að hvert sem skor mitt verður í dag þá mun Nelson (kötturinn hennar) enn elska mig. Og hvar sem fyrsta drævið mitt lendir þá get ég farið hvert sem er, fundið það og slegið aftur.„
Annika og viðstaddir hlógu á Nesinu í gær.
Annika gekkst við að hafa sagt þetta á sínum tíma og þó að hún hefði ekki komist í gegnum niðurskurð í mótinu (Bank of America Colonial) í Colonial CC, í Fort Worth, Texas, árið 2003, þá sagðist hún langt frá því sjá eftir að hafa tekið þátt í mótinu.
Hún hefði verið hugsi fyrst í stað, en síðan þegið boðið og látið vaða og hefði hún ekki gert það væri hún eflaust enn í dag að velta fyrir sér hvernig verið hefði að spila á móti á PGA Tour!
Hún sagðist brýna fyrir dóttur sinni að ef hún hefði áhuga og ástríðu fyrir einhverju þá á ætti hún að leitast við að ná takmarki sínu og reyndar sagðist hún gera það sama við strákinn sinn.
Að lokinni sýnikennslunni stillti Annika sér upp fyrir myndatöku, með þeim sem hafa haft veg og vanda að komu hennar hingað til lands og gaf síðan eiginhandaráritanir.
Hér að neðan má sjá myndaseríu frá Anniku á Nesinu:















- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
