Andri Þór komst ekki áfram á Opna breska – en Monty verður með!
Andri Þór Björnsson, GR, komst ekki áfram á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. GR-ingurinn lék 36 holur í gær á Woburn vellinum og var hann samtals á +7 (72-79). Þrír kylfingar komust áfram á risamótið af þessum velli en Paul Dunne frá Írlandi sigraði á -9 samtals.
Andri Þór náði að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Opna breska sem fram fer á Troon vellinum í Skotlandi í júlí.
Alls voru 12 keppendur sem tryggðu sér keppnisrétt á risamótinu á fjórum keppnisvöllum á lokaúrtökumótinu. Margir þekktir kylfingar voru þar á meðal. Skotinn Colin Montgomerie rétt slapp í gegnum síuna á Gailes Links vellinum þar sem Oskar Arvidsson frá Svíþjóð og Scott Fernandez frá Spáni voru fyrir ofan hinn 53 ára gamla Montgomerie. Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2010 þar sem Montgomerie tekur þátt á Opna breska en árið 2009 lék hann í 21. sinn á ferlinum á Opna breska.

Eftirtaldir kylfingar tryggðu sér keppnisrétt á Opna breska á lokaúrtökumótinu:
Colin Montgomerie (Monty)
Paul Dunne
Matthew Southgate
Scott Fernandez.
Oskar Arvidsson
Ryan Evans
Robert Rock
James Heath
Steven Alker.
Jack Senior
Dave Coupland
Paul Howard
Írinn Paul Dunne náði fínum árangri á mótinu í fyrra á St. Andrews þar sem hann var í forystu þegar 18 holur voru eftir en hann endaði í 30. sæti eftir 78 högg á lokahringnum, þar sem Zach Johnson frá Bandaríkjunum fagnaði sigri.
Úrslit í Gailes má sjá með því að SMELLA HÉR:
Úrslit í Hillside má sjá með því að SMELLA HÉR:
Úrslit í Royal Cinque Ports má sjá með því að SMELLA HÉR:
Úrslit í Woburn má sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
