Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net Andri Þór í 5. sæti eftir 1. dag Dixie Amateur var á 68 höggum – Arnór Ingi lék á 73 höggum
Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, taka þátt í Dixie Amateur Championship, sem hófst í gær í Coral Springs, heimabæ Lexi Thompson, í Flórída.
Þetta er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna.
Þátttakendur eru 240 og spilað er á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club, Palm-Aire Country Club og Woodlands Country Club.
Það er því einstaklega glæsilegur árangur hjá Andra Þór að vera einn af þeim 10 sem deila 5. sæti í heildina tekið (þ.e. yfir alla 240 keppendurna) og vera einn af 7. sem eru í 5. sæti eftir að hafa spilað golfvöll Heron Bay Golf Club, en keppendum er skipt á golfvelli klúbbanna þriggja. Andri Þór lék á 4 undir pari, 68 höggum.
Arnór Ingi lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-18 af þeim sem spiluðu West Course í Woodlands Country Club.
Besta skor dagsins átti Daníel Berger frá Jupiter í Flórída en hann lék á Heron Bay eins og Andri Þór. Berger var á 63 höggum og er forystumaður 1. dags; á 3 högg á bróður Lexi, Curtis Thompson, sem þarna er að spila heimavöll sinn og kom inn á 66 höggum, en af því má m..a. sjá hversu gott skor Andra Þórs er; hann er aðeins 2 höggum á eftir manni sem þekkir Heron Bay út og inn.
Golf 1 óskar Andra Þór og Arnóri Inga góðs gengis í dag á Dixie Amateur!!!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Dixie Amateur SMELLÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

