Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2016 | 03:30

Andri Þór, Gísli, Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Rúnar keppa á Amateur Championship

Fimm íslenskir kylfingar keppa á Amateur Championship m.ö.o. Opna breska áhugamannamótinu, sem hófst í gær í Wales.

Þetta er þeir Andri Þór Björnsson, GR; Gísli Sveinbergsson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús GR og Rúnar Arnórsson, GK.

Leikið er á tveimur völlum Pyle & Kenfig og Royal Porthcawl.

Guðmundur Ágúst er efstur Íslendingann eftir 1. dag, lék á 1 undir pari, 70 höggum og er T-30.

Franski kylfingurinn Antoine Rozner er efstur en hann lék 1. hring á  7 undir pari, 64 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: