Ragnhildur. GR og Andri Már GHR, sigurvegarar Hvaleyrarbikarsins
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2021 | 21:00

Andri Már og Ragnhildur sigruðu í Hvaleyrarbikarnum

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Andri Már Óskarsson, GOS, stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum sem fram fór um liðna helgi á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ en Keilir sá um framkvæmd mótsins.

Ragnhildur lék á 218 höggum eða 5 höggum yfir pari vallar (74-69-75) og sigraði hún með 9 högga mun. Annar keppnisdagurinn var sérlega glæsilegur hjá Ragnhildi þar sem hún lék á 69 höggum eða 2 höggum undir pari vallar. Berglind Björnsdóttir, GR, lék á 227 höggum (+14) og Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, gerði slíkt hið sama og lék á 214 höggum.

Öll úrslit mótsins eru hér:

Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss sigraði í mótinu hjá Keili á Hvaleyrarvelli. Andri lék 54 holur á samtals 207 höggum og lauk leik á sex höggum undir pari samtals.

Aðstæður voru afskaplega góðar í Hafnarfirði. Hægviðri, skýjað og völlurinn mjög góður. Andri lagði grunninn að sigrinum með frábærum hring í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hina hringina tvo lék hann á 71 og 70 höggum.