Andleg hlið kylfinga í rigningu
Í Forsetabikarnum í ár léku kylfingar við mjög „blautar aðstæður“ þ.e. það rigndi flestalla mótsdagana. Sérstaklega á laugardeginum var úrhelli í Muirfield Village Golf Club þar sem mótið fór fram og það tekur sinn toll af kylfingum bæði líkamlega og andlega.
Til þess að vera ferskur líkamlega verða kylfingar að vera í topp formi. Það krefst rétts mataræðis og líkamsræktar bæði með lóðum og cardio æfingum.
Hinu sama gegnir um andlegu hlið golfleiksins, sérstaklega hvað varðar einbeitinguna. Þið verðir að þróa með ykkur einbeitingu til þess að haldast fersk heilan golfhring.
En hvernig á að fara að því? Hér eru ráð Dr. Gregg Steinberg, sem er höfundur metsölu sálfræðibókarinnar: Mental Rules for Golf. Dr. Steinberg er reglulegur gestur á hverjum þriðjudegi í Bandaríkjunum í útvarpsþætti sem heitir “Talk of the Tour” á Sirius/XM PGA TOUR útvarpsstöðinni. Dr. Steinberg er einnig prófessor í íþróttasálfræði og hefur verið þjálfari andlegu hliðar margra PGA TOUR leikmanna. Ef þið viljið lesa meira um ráð hans farið á: www.drgreggsteinberg.com, og eins er hægt að senda honum tölvupóst á atmentalrules24@msn.com ef ykkur langar í ráð frá honum um andlegu hlið golfleiks ykkar.
En aftur að máli málanna. Hvernig er hægt að þróa með sér einbeitingu til þess að haldast fersk heilan golfhring, sérstaklega þegar rignir og „það fer á sálina á manni,“ þ.e. ytri aðstæður taka frá leik ykkar – ykkur finnst þið ekki spila vel – þið t.d. missið gripið vegna þess að grip kylfanna ykkar verður sleipt í rigningu – boltinn fær ekkert rúll, stoppar bara í pollum á vellinum – kuldinn og bleytan fær ykkur til að vorkenna sjálfum ykkur (af hverju ætti ÉG að vera að spila í þessum ömurlegu aðstæðum – ekkert gengur upp, þið leikið ekki eins og þið gerið best?) o.s.frv.
Munið að í keppnum þegar rignir keppa allir við sömu aðstæður – þetta verður þá keppni í hver stendur sig best miðað við slæmar rigningar aðstæður. Hversu mikinn karakter hafið þið þegar veður er vont? Ef þið hræðist lágt skor ykkar – þá getið þið verið alveg róleg því hinir verða heldur ekki á því skori sem þeir ná við bestu aðstæður! En það gildir að gera ykkar besta miðað við aðstæður. Reyndar ættuð þið að fagna því að spila/keppa í rigningu því alltaf má líta á hringinn sem þjálfun í „golfi í rigningu.“ Þið getið farið yfir hringinn og reynt að bæta ykkur næst þegar þið keppið í rigningaraðstæðum. Munið að jafnvel kylfingarnir í Forsetabikarnum verða að keppa í rigningu – og þá er nú eins gott að þeir hafi æft sig við þær aðstæður!!!
Flestir sem spilað/keppt hafa í golfi á Íslandi í úrhellisrigningu og vindi kunna að spyrja sig við lok hrings hvers vegna þeir séu að leggja þetta á sig? Þá eru kylfingar e.t.v. svo illa farnir að ekki er þurr spjör á líkama þeirra þrátt fyrir að bestu tilraunir að klæða veðrið af sér og menn hugsa að vel teljist sloppið að fá væga lungnabólgu, ein eða tvær regnhlífar hafa allar kuðlast og beyglast til og eru ónothæfar eftir hringinn, þegar reynt var að nota þær við að halda úrhellinu frá. Hugsanir eins og „þetta var bara ekki golf lengur bara barátta við regnið og kuldann“ kunna að leita á hugann.
Lítið á þetta sem tilraunastarfsemi. Hvernig bregðist þið við verstu aðstæðum? Eruð þið dívur sem yfirgefið svæðið? Spyrjið ykkur: Gætuð þið það í keppnum sem Forsetabikarnum? …. þá væruð þið ekki bara að setja sjálf ykkur niður heldur valda heilu liði vonbrigðum!!!
Merkilegt nokk þá eru það oftar en ekki kvenkylfingar, sem eru sterkari andlega en karlarnir. Karlkylfingur sem fær útrás fyrir slæmt gengi sitt úti á velli í reiðikast með því t.a.m. að öskra og æpa, kemst hvorki lönd né strönd með þannig háttarlagi gegn „höfuðskepnunum.“ (Í þessu tilviki vatni!) Kannski eru konur frá náttúrunnar hendi þjálfaðri í að takast á við óþægindi – t.a.m. hættir engin kona við að fæða vegna þess að það er vont… það verður bara að vinna sig í gegnum sársaukann…..
Til þess að haldast fersk heilan golfhring í rigningu – sérstaklega þegar keppt er í golfi (og hér á Steinberg allt eins við toppkylfingana) þá verður að hugsa um einbeitingu sem geymslu af andlegri orku. Til þess að performera, þ.e.a.s. standa sig sem best þá verður einbeiting að flæða þegar högg eru slegin. Ef flóðgáttirnar eru opnar upp á gátt og þið einbeitið ykkur ákaft heilan hring (eða lengur eins og sást í Forsetabikarnum) er hætta á að gengið sé á geymsluna of fljótt. Passa verður að opna verður gáttirnar á réttum tímum.
Einnig er hægt að hugsa sér stig einbeitingar ykkar sem öldu sem byggist upp og brotnar á réttum tíma. Einbeiting verður að vera í toppi rétt áður en brot öldunnar á sér stað til þess að þið spilið ykkar besta golf við erfiðar aðstæður. Til þess að ná þessu verða kylfingar að þróa með sér „einbeitingar rútínu“.
Hér eru ráð Steinberg hvernig því verður náð:
1. Látið einbeitingarrútínu ykkur samanstanda af 3 stigum. Til þess að komast á hvert stig fyrir sig þá er gott að ímynda sér að þið hafið sleppibúnað á einbeitingu ykkar frá 1 og upp í 10. Því meira einbeitingarflæði sem þið losið því einbeittari verðið þið.
2. Það sem þið segið við sjálf ykkur fær sleppibúnaðinn til þess að fara upp (meiri losun einbeitingar) eða niður (lokað fyrir einbeitingu).
3. Fyrsta stiginu er náð þegar þið gangið að bolta ykkar. Sleppibúnaðurinn er á „1″. Hér getið þið sagt við sjálf ykkur: „Skemmtu þér.“
4. Á 2. stig verður að sleppa einbeitingarflæðinu í „5″ og þið verðið að einbeita ykkur meir. Hér standið þið um 10 fet frá boltanum og farið að hugsa um höggið ykkar, vind, fjarlægð o.s.frv. Þið getið sagt við sjálf ykkur að nú fari allt af stað.
5. Á þriðja stiginu hefjið þið rútínu ykkar. Hér verður sleppibúnaðurinn að vera á „10″ og einbeitingarflæðið að vera á fullu. Hér eruð þið að segja við sjálf ykkur „látum ballið byrja“ ( ens.: it’s show time) við upphaf rútínunnar.
6. Eftir að högg hefir verið slegið „lokið“ þ.e. skrúfið fyrir einbeitingarflæði ykkar á „1″ og njótið göngunnar að bolta ykkar, bægið frá ykkur öllum neikvæðum eða greiningar hugsunum.
Ef þið hafið brennt ykkur á andlegu hlið golfleiks ykkar við keppnir í rigningu, þá er gott að prófa þessa einbeitingar rútínu – reyndar verður að æfa hana vel til þess að hún virki. Þið munuð sjá að það heldur leik ykkar og huga ferskum allan hringinn.
Heimild: PGA Tour að hluta
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024






