Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2015 | 14:00

Amy Yang enn í forystu f. lokahring US Women´s Open

Amy Yang frá Suður-Kóreu er enn í forystu á Opna bandaríska kvenrisamótinu, US Women´s Opnen.

Yang er samtals búin að spila á 8 undir pari, 202 höggum (67 66 69).

Hún hefir 3 högga forystu á fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis sem búin er að spila samtals á 5 undir pari.

Í 3. sæti er landa Yang, In Gee Chun á samtals 4 undir pari og í 4. sæti er japönsk stúlka Shio Oyama á samtals 3 undir pari.

Sjá má stöðuna á US Women´s Open með því að SMELLA HÉR: