Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 08:00

ALPG: Valdís Þóra T-3 á Findex Yamba Pro/Am!

Valdís Þóra Jónsdóttir GL, hefir spilarétt á áströlsku ALPG mótaröðinni.

Hún er nú stödd í Ástralíu og mun á næstunni spila í 2 ALPG mótum.

Valdís Þóra hefir þegar spilað í tveimur 1 dags mótum, nú í vikunni og í öðru þeirra Findex Yamba Pro/Am deildihún 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-3; lék á 2 undir pari, 71 höggi!!! Glæsilegt!!! Fyrir 3. sætið hlaut Valdís Þóra 1.125 ástralska dali (u.þ.b. 100.000 ísl. krónur).

Í Findex-mótinu sigraði LPGA-kylfingurinn Holly Clyburn frá Englandi – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Clyburn með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti á Findex mótinu varð ungur kylfingur frá Japan, Kaori Toki.

Sjá má lokastöðunaí Findex-mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Í hinu mótinu, sem Valdís tók þátt í Windaroo Lakes ALPG Pro/Am, sem var reyndar fyrra mótið, sem hún lék í, var hún á 76 höggum og var fyrir miðju keppendahópsins þ.e. T-43 af 81 keppanda. Valdís var aðeins 1 höggi frá því að hljóta verðlaunafé, sem telur á stigalistanum og hefði því verið verðmætt að spila 1-3 höggum betur í Windaroo Lakes.  Í því móti sigraði þýski LET kylfingurinn Laura Fuenfstueck á 67 höggum og í 2. sæti varð franski LET-kylfingurinn Celine Herbin, á 68 höggum –  Sjá má lokastöðuna á Windaroo Lakes mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næst spilar Valdís Þóra í ALPG Aoyuan International Moss Vale Pro-Am mótinu 28.-29. janúar og síðan Ballarat Icons Pro-Am dagana 1.-2. febrúar. Að þeim mótum loknum ræðst hvort hún nær inn á tvö LPGA mót, sem er markmið Valdísar Þóru, líkt og svo margra frábærra LET-kylfinga, sem eru að spila í ALPG mótum á þessum misserum.

Sem stendur er Valdís Þóra í 21. sæti ástralska ALPG stigalistans, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: