Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc. ALPG: Valdís Þóra T-3 á Findex Yamba Pro/Am!
Valdís Þóra Jónsdóttir GL, hefir spilarétt á áströlsku ALPG mótaröðinni.
Hún er nú stödd í Ástralíu og mun á næstunni spila í 2 ALPG mótum.
Valdís Þóra hefir þegar spilað í tveimur 1 dags mótum, nú í vikunni og í öðru þeirra Findex Yamba Pro/Am deildihún 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-3; lék á 2 undir pari, 71 höggi!!! Glæsilegt!!! Fyrir 3. sætið hlaut Valdís Þóra 1.125 ástralska dali (u.þ.b. 100.000 ísl. krónur).
Í Findex-mótinu sigraði LPGA-kylfingurinn Holly Clyburn frá Englandi – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Clyburn með því að SMELLA HÉR:
Í 2. sæti á Findex mótinu varð ungur kylfingur frá Japan, Kaori Toki.
Sjá má lokastöðunaí Findex-mótinu með því að SMELLA HÉR:
Í hinu mótinu, sem Valdís tók þátt í Windaroo Lakes ALPG Pro/Am, sem var reyndar fyrra mótið, sem hún lék í, var hún á 76 höggum og var fyrir miðju keppendahópsins þ.e. T-43 af 81 keppanda. Valdís var aðeins 1 höggi frá því að hljóta verðlaunafé, sem telur á stigalistanum og hefði því verið verðmætt að spila 1-3 höggum betur í Windaroo Lakes. Í því móti sigraði þýski LET kylfingurinn Laura Fuenfstueck á 67 höggum og í 2. sæti varð franski LET-kylfingurinn Celine Herbin, á 68 höggum – Sjá má lokastöðuna á Windaroo Lakes mótinu með því að SMELLA HÉR:
Næst spilar Valdís Þóra í ALPG Aoyuan International Moss Vale Pro-Am mótinu 28.-29. janúar og síðan Ballarat Icons Pro-Am dagana 1.-2. febrúar. Að þeim mótum loknum ræðst hvort hún nær inn á tvö LPGA mót, sem er markmið Valdísar Þóru, líkt og svo margra frábærra LET-kylfinga, sem eru að spila í ALPG mótum á þessum misserum.
Sem stendur er Valdís Þóra í 21. sæti ástralska ALPG stigalistans, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
