Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 08:00

ALPG: Valdís Þóra á úrtökumóti fyrir ástralska LPGA – lék vel á 73 er T-14 e. 1. dag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað.

Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019.

Valdís Þóra lék 1. hringinn í nótt og var á 1 yfir pari, 73 höggum. Hún er T-14 eftir 1. dag þ.e. jöfn 2 öðrum kylfingum.

Efst eftir 1. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, en hún lék á 7 undir pari, 65 höggum og er svolítið sér á báti, því þær næstu, Brooke Baker frá Bandaríkjunum og Rosie Davies, frá Englandi eru 3 höggum á eftir, á 4 undir pari, 68 höggum.

Efstu 20 eftir 3 hringi fá þátttökurétt á ástralska LPGA.

Til þess að sjá stöðuna á úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: