Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2019 | 09:00

ALPG: Valdís Þóra á 74 á 3. degi í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað.

Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019.

Valdís Þóra lék 3. hringinn í nótt og lék á 2 yfir pari,  74 höggum. Hún er T-16 eftir 3. dag þ.e. jöfn 2 öðrum kylfingum Jin Yang frá Kína og Liv Cheng frá Nýja-Sjálandi, en þær hafa allar spilað á samtals 3 yfir pari, 291 höggum; Valdís Þóra. (73 72 74).

Aðeins 6 kylfingar af 81 þátttakanda hafa spilað undir pari.

Efst eftir 3. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, sem búin er að vera í forystu allt mótið, en hún er búin að spila á samtals á 9 undir pari, 207 höggum (65 71 71).

Til þess að sjá stöðuna á úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: