Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2012 | 07:30

ALPG: Lydia Ko í 1. sæti ásamt 5 öðrum á NZ Women´s Open fyrir lokahringinn

Það eru 6 stúlkur sem leiða eftir 2. dag ISPS Handa NZ Women´s Open þ.á.m. heimastelpan hin 14 ára Lydia Ko,  Hinar, sem eru í forystu eru Mariajo Uribe frá Kólombíu, Lindsey Wright frá Ástralíu; Haiji Kang frá Suður-Kóreu; Alison Walshe frá Bandaríkjunum og Carlota Ciganda frá Spáni, sem m.a. tók þátt í sama úrtökumóti LET og Tinna okkar Jóhannsdóttir, í desember s.l.  Allar eru þær búnar að spila á samtals -6 undir pari, samtals 138 höggum.

Mariajo Uribe frá Kólombíu.

Aðeins 1 höggi á eftir þeim er hópur 5 kylfinga, þar sem eru Bandaríkjamennirnir Gerina Piller og Cindy Lacrosse, áströlsku stúlkurnar Stephanie Na og Julia Boland og kanadíska stúlkan Lorie Kane.

Gerina Piller er m.a. þekkt fyrir að vera gift Martin Piller, sem auk þess að vera kylfusveinn hennar á stundum spilar á PGA Tour. Þau eru ein afarfárra hjóna sem spila samstundis á sterkustu golfmótaröðum heims: PGA Tour og LPGA.

Gerina og Martin Piller á góðri stundu.

Munur milli efstu kvenna er naumur og stefnir því í æsispennandi keppni í kvöld

Til þess að sjá stöðuna á NZ Women´s Open eftir 2. dag smellið HÉR: