
ALPG & LPGA: Sarah Kemp og Stacy Lewis leiða á Women´s Australian Open
Það er heimakonan Sarah Kemp (sjá kynningu á Söruh hér á Golf1 í dag) og bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem leiða eftir 1. dag á Women´s Australian Open, sem hófst í dag. Báðar spiluðu á -4 undir pari, 69 höggum. Sarah sýndi mikinn stöðugleika, spilaði skollafrítt og fékk 4 fugla en meiri sviptingar voru í leik Stacy, sem fékk 2 skolla og 6 fugla.
Þriðja sætinu deila nr. 1 í heiminum Yani Tseng, frá Taíwan, bandaríska stúlkan Britany Lincicome og Julieta Granada frá Paraguay, en þær þrjár eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonum dagsins, á -3 undir pari, 70 höggum hver.
Fimm stúlkur deila 6 sætinu á -2 undir pari, 71 höggi, þ.á.m. þýska W-7 módelið Sandra Gal.
Aðrar sem gaman er að fylgjast með er nýliði og kylfingur ársins á LET 2011, Caroline Hedwall, hún spilaði á parinu. Stelpan, 14 ára, Lydía Ko er með á mótinu og spilaði á +1 yfir pari, 74 höggum, alveg eins og átrúnaðargoð hennar Lexi Thompson, Þetta er aldeilis flott hjá Lydíu á móti öllum toppkanónum kvennagolfsins.
Nokkra athygli vekur hversu illa norska frænka okkar Suzann Pettersen, líka kölluð Tutta, fer af stað. Hún er í einu af neðstu sætum mótsins, eftir hring upp á +7 yfir pari, 80 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Women´s Australian Open, smellið HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore