
ALPG & LPGA: Sarah Kemp og Stacy Lewis leiða á Women´s Australian Open
Það er heimakonan Sarah Kemp (sjá kynningu á Söruh hér á Golf1 í dag) og bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem leiða eftir 1. dag á Women´s Australian Open, sem hófst í dag. Báðar spiluðu á -4 undir pari, 69 höggum. Sarah sýndi mikinn stöðugleika, spilaði skollafrítt og fékk 4 fugla en meiri sviptingar voru í leik Stacy, sem fékk 2 skolla og 6 fugla.
Þriðja sætinu deila nr. 1 í heiminum Yani Tseng, frá Taíwan, bandaríska stúlkan Britany Lincicome og Julieta Granada frá Paraguay, en þær þrjár eru aðeins 1 höggi á eftir forystukonum dagsins, á -3 undir pari, 70 höggum hver.
Fimm stúlkur deila 6 sætinu á -2 undir pari, 71 höggi, þ.á.m. þýska W-7 módelið Sandra Gal.
Aðrar sem gaman er að fylgjast með er nýliði og kylfingur ársins á LET 2011, Caroline Hedwall, hún spilaði á parinu. Stelpan, 14 ára, Lydía Ko er með á mótinu og spilaði á +1 yfir pari, 74 höggum, alveg eins og átrúnaðargoð hennar Lexi Thompson, Þetta er aldeilis flott hjá Lydíu á móti öllum toppkanónum kvennagolfsins.
Nokkra athygli vekur hversu illa norska frænka okkar Suzann Pettersen, líka kölluð Tutta, fer af stað. Hún er í einu af neðstu sætum mótsins, eftir hring upp á +7 yfir pari, 80 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Women´s Australian Open, smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023