Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 08:00

ALPG & LPGA: Jessica Korda efst á ISPS Women´s Australia Open fyrir lokahringinn

Það er hið bandarísk-tékkneska golfundur, Jessica Korda sem komin er í forystu á ISPS Women´s Australia Open fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Jessica er á samtals -4 undir pari (72 70 73).

Aðeins höggi á eftir eru 3 kylfingar: heimakonan Nikki Campell, og Hee Kyung Seo og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Allar hafa þær spilað á -3 undir pari.

Í 5. sæti eru 4 kylfingar þ.á.m. nr. 1 í heiminum Yani Tseng á -2 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á ISPS Women´s Australia Open smelið HÉR: