
ALPG: Lindsey Wright sigraði á ISPS Handa NZ Women´s Open
Það var ástralska stúlkan Lindsey Wright sem stóð upp sem sigurvegari á ISPS Handa New Zealand Women’s Open sem fram fór á Pegasus vellinum í Christchurch, Nýja-Sjálandi. Wright, var eitt sinn nr. 12 á Rolex-heimslistanum, en komst úr formi og virtist að því missa áhugann og tók sér gott frí. En nú er hún svo sannarlega komin aftur.
Lindsey Wright var efst ásamt 5 öðrum fyrir lokahringinn (heimastelpunni Lydiu Ko, Mariajo Uribe frá Kólombíu, Lindsey Wright frá Ástralíu; Haiji Kang frá Suður-Kóreu; Alison Walshe frá Bandaríkjunum og Carlota Ciganda frá Spáni).
Lindsey spilaði lokahringinn á 68 höggum og alls á 206 höggum (70 68 68).
Eftir hringinn sagði Lindsey eftirfarandi:
„Þetta er ótrúlegt. Ég er enn að meðtaka þetta. Ég púttaði virkilega vel í allan dag og síðustu 6 holurnar var ég mjög taugaóstyrk. Ég hef ekki verið í þessari stöðu um skeið en ég hugsaði með sjálfri mér að ég gæti unnið þetta.“
Í 2. sæti urðu ástralska stúlkan Jessica Speechley og hin bandaríska Alison Walshe. Þær voru aðeins 1 höggi á eftir Lindsey.
Eitthvað virðist 14 ára stelpan Lydia Ko hafa farið á taugum en hún spilaði á 74 höggum á lokahringnum og varð að gera sér að góðu að deila 17. sætinu með hinni norsku Mariönnu Skarpenord, hinni sænsku Lindu Wessberg og Mariajo Uribe frá Kólombíu, sem líkt og Lydía leiddi í gær en spilaði líkt og Lydía á 74 höggum.
Pútterinn hjá Lydíu Ko var jafnkaldur og veðrið, einmitt þegar hún þarfnaðist hans mest. Enda sagði Lydía við blaðamenn eftir hringinn:
„Ég spilaði vel í dag en púttin mín rúlluðu bara ekki ofan í eins og s.l. tvo daga. Ég er ánægð en svolítið vonsvikin,“ sagði Ko.
„Það er virkilega gott að spila aftur á Nýja-Sjálandi eftir að hafa spilað í Ástralíu um stund. Ég hef spilað ágætlega mestallan tímann sem ég hef verið í Christchurch. Ég sigraði í NSW Open og Australian Amateur, þannig að ég fell ekki í þunglyndiskast eða verð um of vonsvikin þó ég hafi ekki sigrað hér.“
Til þess að sjá úrslitin á ISPS Handa New Zealand Women’s Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024