ALPG & LET: Lydia Ko deilir 1. sætinu ásamt Seon Woo Bae eftir 2. dag NZW Open
Lydia Ko, hin 15 ára nr. 1 á heimslista áhugamanna komst í 1. sætið á ISPS Handa New Zealand Women’s Open í morgun.
Lydia deilir forystunni með Seon Woo Bae frá Suður-Kóreu. Í dag var mun skaplegra veður til golfleiks og Ko skilaði hring upp á 4 undir pari, 68 högg, en á honum litu m.a. dagsins ljós örn, 3 fuglar og 1 skolli.
Ko var mjög ánægð með leik sinn en hún sagði m.a. eftir hringinn: „Ég hef verið að spila ansi vel, ég vona bara að ég geti haldið áfram að spila eins og ég hef spilað s.l. tvo daga.“
Bae sló gamla vallarmetið í Clearwater golfklúbbnum, átti glæsilegan hring í morgun upp á 8 undir pari, 64 högg. Hún fékk hvorki fleiri né færri en 9 fugla!!! (óvanlegt í kvennagolfinu) og eina höggið sem hún missti var á par-4 7. brautinni þar sem hún fékk skolla.
Aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum (telpunum’) er hin ítalska Giulia Sergas (68), sem er farið að lengja eftir 1. sigri sínum á atvinnumannsferlinum. Það væri sætt eftir að hafa fengið víti fyrir hægan leik fyrir 2 árum í Pegasus golfklúbbnum, en þar leiddi hún eftir 2 hringi og varð af sigrinum sökum vítisins, sem féll Kristie Smith í skaut.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag NZW Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
