ALPG: Joanna Klatten sigraði á NSW Open með nýju vallarmeti 63 höggum!
Það var franski kylfingurinn Joanna Klatten, sem sigraði á New South Wales Open – og það með stæl – hún spilaði lokahringinn á 9 undir pari, 63 höggum, sem var nýtt vallarmet í Oatlands golfklúbbnum í New South Wales.
Samtals spilaði Klatten á 16 undir pari, 200 höggum (70, 67, 63).
Klatten sem er nr. 158 á Rolex-heimslista kvenna sagði að sér liði æðislega eftir sigurinn og að völlurinn hefði fullkomlega hentað leikstíl hennar.
„Ég vissi að ég væri að hefja lokahringinn 3 höggum á eftir sem er ekkert, sérstaklega á þessum velli. Það er hægt að vera aggressívur hérna og aðstæðurnar voru frábærar og mér fannst ég hafa stjórn á öllu,“ sagði Klatten.
„Ástralía er ástin mín, mér líður mjög vel hér. Vellirnir eru frábærir, fólkið er svo vingjarnlegt og mér finnst ég svo velkomin,“ sagði Klatten m.a.
„Þetta voru virkilega óvænt úrslit. Það voru margir keppendur þannig að það að vera á 9 undir pari, og slá vallarmetið skiptir mig miklu, það er bara yndislegt.“
Í 2. sæti varð ástralski kylfingurinn Nikki Campell á samtals 13 undir pari og þriðja sætinu á 12 undir pari, hvor deildu þær Hannah Burke frá Englandi og Stephanie Na frá Ástralíu.
Til þess að sjá lokastöðuna á NSW Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
