Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 08:00

ALPG: 4 efstar á ISPS Handa NZ Women´s Open eftir 1. dag

Í nótt hófst á Pegasus golfvellinum í Nýja-Sjálandi ISPS Handa NZ Women´s Open. Mótið fer fram dagana 17.-19. febrúar. Eftir 1. dag eru 4 sem deila efsta sætinu: Emily Perry og Lynette Brooky frá Nýja-Sjálandi, Kym Larrat frá Englandi og Joanna Klatten frá Frakklandi. Allar spiluðu forystukonurnar á -5 undir pari, 67 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 9 kylfinga, en 6 þeirra eru frá Bandaríkjunum m.a. Alison Walshe og Jaclyn Sweeney.

Joanna Sweeney frá Bandaríkjunum.

Fjórtánda sætinu deila síðan 6 kylfingar á -3 undir pari, 69 höggum en meðal þeirra er áhugamaðurinn ungi, Lydia Ko, 14 ára, sem er svo sannarlega að slá í gegn.

Allt er hnífjafnt eftir 1. hring og ljóst að hver hinna 20 efstu af 109 þátttakendum mótsins geta klárlega blandað sér í baráttuna um topp-sætið.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa NZ Women´s Open, smellið HÉR: