Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2012 | 10:00

PGA: Allt sem Hunter Mahan vill eftir sigurinn er að hvíla sig!

Hunter Mahan sagði eftir sigurinn að hann hefði ekki eitt einni hugsun um að spila úrslitaleikinn öll athygli hans hefði verið á leik sínum við  Mark Wilson, sem hann vonast til að verði félagi sinn í Ryder Cup n.k. haust.

Rory McIlroy óskar Hunter Mahan, heimsmeistara í holukeppni 2012 til hamingju með sigurinn!

„Ef maður hugsar of mikið fram í tímann,“ sagði Mahan „þá er það ávísun á ósigur.“

Mahan bjóst ekkert endilega við að Wilson yrði andstæðingur sinn í undanúrslitunum. Í rauninni þegar Mahan komst í úrslitin hafði hann aðeins eitt markmið að forða því að McIlroy yrði nr. 1. á heimslistanum.

Hann vildi reyndar að hvorugur Westwood og McIlory yrðu nr. 1.

„Innst inni vildi ég fresta krýningu Rory á að verða nr. 1 í heiminum,“ sagði hann.

Allt var jafnt eftir 5 holur en þá heppnaðist Mahan að vinna 1. holuna á par-3 6. holunni þegar hann setti boltann innan við 1 metra frá pinna í teighögginu. Næstu holu vann Mahan með skolla og þarnæstu með pari. McIlroy leit út eins og hann væri í einhverjum sjálfseyðingarhugleiðingum.  6.-8. holurnar var mikilvæga 3. holu röðin, sem hæglega geta snúið leikjum við, sérstaklega í holukeppni.

McIlroy hafði tekist að vinna upp 3 holur í leiknum á móti Westwood en Mahan var einfaldlega skörinni hærri hvað spilamennsku varðaði og var búinn að vera það alla vikuna. Hann náði fleiri fuglum en nokkur annar, 35 í mótinu, 7 fuglum meira en Westwood sem varð í 2. sæti hvað fuglafjölda snerti. Og hann var búinn að sigra sinn hluta af heimsklassa andstæðingum:  Zach Johnson, Y.E. Yang, Steve Stricker, Matt Kuchar og svo Mark Wilson og Rory McIlroy. Það voru engir „gimmes“ hér .

McIlroy náði sigrinum sem hann þráði gegn Westwood, en jafnvel hann varð að viðurkenna yfirburði Mahan allt frá því á miðvikudaginn.

„Ég held að hann s.l. viku hafi hann spilað besta golfið og hann átti skilið að sigra,“ sagði McIlroy. „En kannski að leikurinn í morgun (á móti Westwood) hafi tekið sinn toll.“

En það sama gæti Mahan sagt… dagskrá hans hefir verið ekkert minna en hrottafengin síðastliðnar vikur.

Eftir að hann spilaði í Torrey Pines seint í janúar ákvað Mahan að ferðast 15.000 mílur og spila á Qatar Masters. „Ég vildi prófa að spila golf á öðrum stað,“ útskýrði hann. Síðan flaug hann aftur til Kaliforníu til að taka þátt í 2 PGA Tour mótum áður en hann kom til Dove Mountain.

Flestir atvinnumenn af kalíber Mahan forðast að spila 5 vikur samfellt. Hann varð að ferðast langa leið og 5. mótið sem hann tók þátt í var 6 daga mót spilað á 5 dögum þar sem spila varð 36 holur síðasta daginn (Accenture heimsmótið í holukeppni.) Um það sagði Mahan: „Á s.l. árum myndi ég hafa verið úrvinda.“

En hann er í góðu andlegu jafnvægi núna. Hann á í ástríku, hamingjusömu hjónabandi með Kandi; hann hefir fulla trú á sveifluþjálfara sínum, Sean Foley og hann er með nýjan pútter, sem var sjóðandi heitur alla vikuna.

Og hann var ekki tilfinningalega tómur þegar hann fór á teig í fyrri leik sínum í gær. Aðeins spenntur.

„Ég vissi að það var lykilatriði fyrir mig að komast inn í leikinn strax,“ sagði hann. „Það var lykillinn alla vikuna. Maður getur bara ekki verið 2-3 holum undir gegn þessum strákum. Þá vinna þeir.“

Það veit Rory McIlroy mætavel. Honum tókst að ná persónulegu markmiði sínu, en hann gat ekki endurtekið leikinn til að vinna titilinn. Því verður hinn ungi Rory enn nr. 2 á heimslistanum… um sinn.

„Hann er einstakur,“ sagði Mahan um Rory. „Hann hefir ósvikna hæfileika. Hann mun verða nr. 1 þegar fram líða stundir. Ég hef engar áhyggjur af því.“

Það var reyndar ekkert sem Hunter Mahan þurfti að hafa áhyggjur af á pottþéttum hringjum sínum. Eftir að landa stórum sigri eftir 5 hörkuvikna vinnu þá var bara eitt sem komst að hjá honum…. að hvíla sig!