Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2011 | 09:00

Allt í góðu milli DJ og Tiger – Keith Sbarbaro nýr kaddý DJ

Dustin Johnson (DJ) sagðist ekki bera þungar tilfinningar til Tigers eftir að sá síðarnefndi„stal” kaddý hans, Joe LaCava.  Joe LaCava fór frá DJ, sem er nr. 5 á heimslistanum til þess að verða kaddý Tiger Woods, sem er nr. 50 á heimslistanum, sem stendur.

DJ og Tiger

„Ég talaði við Tiger um þetta. Það eru engin illindi,” sagði DJ í gær eftir að hafa komið í hús á -1 undir pari, þ.e. 71 höggi á 1. hring Dunhill Links Championship í Skotlandi. „Við áttum gott samtal. Hann bara gerði það sem hann gerði.”

Joe LaCava var lengi á pokanum hjá Fred Couples, en fór til DJ í sumar, sem er einn af betri bandarísku kylfingum dagsins í dag, en sá var að leita sér að kaddy.  DJ vann The Barclays í síðasta mánuði með LaCava við hlið sér.

Joe LaCava og Dustin Johnson

„Mér líkaði vel við Joe. Mér líkar enn við hann. En það varð að taka ákvörðun og það er ekki hægt að reiðast honum fyrir þá ákvörðun, sem hann tók,” sagði DJ sem var í búningsklefanum eftir lokahring Tour Championship þegar hann komst að því að LaCava hefði verið ráðinn af Tiger.

„Hann fékk atvinnutilboð og tók því. Það er ekki hægt að áfellast hann fyrir það. Ef hann vill vera kaddý hans (Tigers), þá er það í lagi mín vegna.”

DJ sagðist hafa af nógu úr að velja þegar kæmi að nýjum kaddýum .  [Sem stendur er hann með bróður sinn, Austin á pokanum á Dunhill mótinu í Skotlandi] en sagðist munu hafa Keith Sbarbaro, varaforseta kylfuframleiðanda síns TaylorMade á pokanum út árið.  Sbarbaro hefir verið kaddý fyrir DJ í Kóreu og í Þýskalandi á þessu ári. „Hann er virkilega góður vinur minn,” sagði DJ.

Sá sem var hins vegar súr f.h. skjólstæðings síns, DJ, er núverandi sveifluþjálfi hans og  fyrrverandi sveifluþjálfi Tigers til langs tíma, Butch Harmon. Butch sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hvernig kaddýskiptin hefðu farið fram „Það sem pirraði mig mest var að Tiger hringdi ekki í Dustin til að spyrja hann hvort hann mætti tala við Joe,” sagði Harmon „Þannig gengur það fyrir sig. Ég varð fyrir vonbrigðum hvernig Tiger höndlaði málið, en það kemur mér s.s. ekki á óvart.”

Heimildir: CBSSports.com og PGA