Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2011 | 16:00

Allir hafa álit á kynþátttafordómaummælum Williams – Martin Kaymer; Forsetabikarsfyrirliðarnir og talsmenn PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar

Tim Finchem og George O’Grady framkvæmdastjórar PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar sögðu þegar þeir komu fram fyrir International Federation of PGA Tours: „Það er ekki rúm fyrir nokkurskonar kynþáttahatur í okkar eða nokkurri annarri íþrótt. Við teljum ummæli Steve Williams algjörlega óásættanleg í hverskyns samhengi,” sagði í fréttatilkynningu þeirra. „Við erum þess meðvitaðir að hann (Williams) hefir beðið afsökunar og treystum því að við heyrum ekki svona ummæli aftur. Á þeim grundvelli teljum við málinu lokið og munum ekki tjá okkur um það meir.”

Martin Kaymer

Sigurvegari helgarinnar á HSBC heimsmótinu í Sheshan, í Kína, Martin Kaymer var meðal þeirra fjölmörgu sem var í kaddýpartýinu í Shanghaí.  Hans álit á málinu var að Williams: „gæti hafa hagað orðavali sínu örðuvísi.” Þjóðverjinn (Kaymer) sagði að hann hefði fylgst náið með öllu, sem fylgdi í kjölfarið allt frá afsökun Williams til yfirlýsingar PGA, að ætlun Adam Scott að halda Williams sem kylfubera sínum. „Ég vona bara að þetta hafi ekki of mikil áhrif á Adam, vegna þess að Adam er ágætis náungi,” sagði Kaymer. „Hann er frábær kylfingur og ég vona að þetta hafi ekki of mikil áhrif á hann. Hvort sem það er rétt eða rangt þá er aldrei gott að vera með kynþáttafordóma. Þeir ættu ekki að líðast á golfvellinum né neins staðar annars staðar. En ég veit virkilega ekki hvort hann (Williams) meinti þetta svona.”

Fyrirliðar Forsetabikarsliðanna, Alþjóðaliðsins annars vegar (Greg Norman) og Bandaríkjamanna hins vegar (Fred Couples) höfðu sitthvort álitið á málinu.

Fred Couples og Greg Norman

Greg Norman taldi málið sorglegt fyrir golfíþróttina og  hafði m.a. eftirfarandi um málið að segja: „Eg vona að þetta leysist. Golf þarfnast þessa ekki – golf þarnast þess að Tiger spili aftur frábært golf eins og hann gerði einu sinni. Þetta hefir bara verið sorglegt fyrir golfíþróttina. Norman var eitt sinn með Steve Williams á pokanum hjá sér og taldi fyrrum kylfusvein sinn frekar hafa verið einfaldan en illkvittinn. „Þetta er bara eins og að sitja á bar með 10-15 félögum okkar,” útskýrði Greg Norman. „Maður gæti látið ýmislegt fjúka, sem maður segir bara vinum sínum. Steve hélt bara að þetta væri lokað umhverfi en því miður er það bara ekki svo neins staðar í heiminum lengur. Steve er ekki kynþáttahatari en vitleysisummæli hans urðu bara alþjóðafréttir.”

Loks tjáði Fred Couples sig um málið. Hann sagði m.a. fréttamanni Golf World, Tim Rosaforte að hann myndi hafa rekið kylfubera sinn, Joe La Cava ef hann hefði sagt eitthvað svipað um Tiger. „Ef þetta hefði verið Joe LaCava, þá myndi hann ekki vera kylfuberi minni í dag.” Síðan bætti Couples við „Ef kylfusveinn er svona reiður við svona góðan dreng, þá vil ég ekki hafa hann í kringum mig.”

Heimild: USA Today og Golf Digest